Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

14. maí 2009

409. fundur  Fjárhags- og launanefndar  Seltjarnarness  var  haldinn þriðjudaginn 14. maí  2009 kl. 08:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

 

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Stefán Pétursson, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Jónmundur Guðmarsson.

Fundarritari: Jónmundur Guðmarsson.

  1. Lagt fram minnisblað vegna verklags við mat á eignum veitufyrirtækja.
    Samþykkt samhljóða. (Málsnúmer :   2009050017  )
  2. Lagðar fram tillögur vegna atvinnuátaks ungmenna.  Tillaga B samþykkt samhljóða.
    (Málsnúmer :  2009020076  )
  3. Lagt fram þriggja mánaða uppgjör Bæjarsjóðs. (Málsnúmer : 2009050044  )
  4. Lagt fram minnisblað vegna tilhögun fasteignagjalda. (Málsnúmer :  2009020026  )
  5. Lögð fram að nýju endurskoðuð fjárhagsáætlun L.Í.  Frestað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. (Málsnúmer : 2009030030  )
  6. Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra vegna ósk um niðurfellingu fasteignagjalda frá GM.  Niðurfelling samþykkt samhljóða. (Málsnúmer : 2009030001 )
  7. Lagt fram minnisblað vegna verðmætis söluréttar á Lýsislóð.
    (Málsnúmer :2009030064 )
  8. Lagt fram bréf RG, dags. 22.04.09 með ósk um styrk.  30.000 kr. styrkur samþykktur samhljóða.
    (Málsnúmer : 2009040052 )
  9. Lagt fram erindi Innovit með ósk um  styrk.  Samþykkt samhljóða að ekki sé unnt að verða við beiðninni að þessu sinni. (Málsnúmer : 2009040053  )
  10. Lagt fram bréf frá O.Á. með ósk um launalaust leyfi frá 01.07.09 til 01.05.10.  Samþykkt samhljóða. (Málsnúmer :  2009050042  )
  11. Lagt fram bréf Hagsmunasamtaka heimilanna, dags. 11.04.09 með ósk um styrk.  Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu.
    (Málsnúmer : 2009040031   )
  12. Lagt fram bréf SORPU bs. dags. 08.05.09 með endurskoðaðri kostnaðarskiptingu sveitarfélagsins. (Málsnúmer :  2009050037   )
  13. Lagt fram bréf Foreldrafélags Grunnskóla Seltjarnarness með ósk um styrk vegna lokaballs 10. bekkjar.  Samþykkt samhljóða að vísa erindinu til Skólanefndar. (Málsnúmer : 2009050041  )

 

Fundi slitið kl. 09:00

 

Ásgerður Halldórsdóttir (sign)          Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)            

Stefán Pétursson (sign)                      Jónmundur Guðmarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?