Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

24. september 2009

414. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 24. september, 2009 kl. 08.00.

Fimmtudaginn 24. september 2009, kl. 08.00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir:  Ásgerður Halldórsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Pétursson. 

Auk þess sat fundinn: fjármálastjóri bæjarins Birgir Finnbogason.    

Fyrir var tekið:

  1. Drög að 3ja ára áætlun fyrir 2010 – 2012 lögð fram.
  2. BF gerði grein fyrir samningi milli KPMG og bæjarins vegna endurskoðunar dags. 15.09.09, málsnr. 2009090050. Samningur staðfestur.
  3. Bréf frá Mánabrekku dag. 29.06.09 um aukningu í tónlistarkennslu. F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
  4. Bréf frá CHT dags. 06.09.09 beiðni um styrk, málsnr. 2009090025.  F&L telur eigi unnt að verða við erindinu.
  5. Bréf Kvennfélagsambands Íslands dagb. 18.09.09 málsnr. 2009090066. Lagt fram.
  6. Bréf Northern Lights Energy ehf. varðandi raforkuknúnar bifreiðar, ódags.  F&L vísar bréfinu til framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs til umsagnar.
  7. Bréf Bandalag íslenskra leikfélaga dags. 10.09.09 varðandi sumarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga, málsnr. 2009090067.  Lagt fram og sent til menningarnefndar
  8. Bréf Vinnueftirlitsins dags. 22.09.09 varðandi vinnuverndarstarf í fyrirtækjum, málsnr. 2009090069.  F&L vísar til framkvæmdastjóra tækni- og umhverfissviðs.
  9. Bréf Blindrafélagsins dag. 18.09.09 varðandi styrkbeiðni, málsnr. 2009090059. F&L samþykkir að verða við erindinu og felur fjármálastjóra afgreiðslu þess.
  10. Bréf Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna dags. 19.09.09 varðandi styrkbeiðni, málsnr. 2009090048.  F&L samþykkir 25 þús. og felur fjármálastjóra afgreiðslu þess.
  11. Bréf KS dags. 08.09.2009, málsnr. 2006020038 Bæjarstjóra falin afgreiðsla.
  12. Ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu SSH fyrir árið 2008, málsnr. 2009090036. Lagt fram.
  13. Árshlutareikningur Sorpu bs fyrir tímabilið janúar – júní 2009, málsnr. 2009090035. Lagt fram.
  14. Árshlutareikningur Strætó bs fyrir tímabilið janúar – júní 2009, málsnr. 2009090035. Lagt fram.
  15. Ársreikningur Stjórn Reykjanesfólkvangs fyrir árið 2008, málsnr. 2009090028. Lagt fram.
  16. Bréf samgönguráðuneytisins varðandi ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009, dags..15.09.09, málsnr. 2009090074.Lagt fram.
  17. Bréf fræðslu- og menningarfulltrúa dags. 23.09.09 varðandi UNICEF, málsnr. 2009080008. Lagt fram.

 

Fundi slitið kl. 8:55 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?