Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

03. febrúar 2011

435. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 3. febrúar, 2011 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 3. febrúar 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, formaður, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.

Fyrir var tekið:

Bréf sem borist hafa frá :

  1. Málsnúmer 2011010087. Tillaga að gjaldskrárbreytingu á útleigu Fræðasetursins í Gróttu.
    F&L samþykkir tillöguna og tekur hún gildi frá og með 1. febrúar 2011.
  2. Málsnúmer 2010120004. Starfs- og fjárhagsáætlun SHS fyrir árið 2011.
    Lögð fram.
  3. Málsnúmer 2010120050. Bréf Krabbameinsfélags Íslands dags. 15.12.2010, beiðni um styrk.
    F&L vísar erindinu til félagsmálaráðs.
  4. Málsnúmer 2010120060. Fimm ára rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2012-2016.
    Lögð fram.
  5. Málsnúmer 2010090068. Erindi frá Starfsmannafélagi Seltjarnarness og Jóhanni H. Hafstein hdl. varðandi greiðslu á kostnaði vegna matsgerðar Ólafs Melsted, dags. 03.01.2011.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu.
  6. Verkfallslisti. Málsnúmer 2010120059. Fjármálastjóri lagði fram lista yfir þá starfsmenn hjá Seltjarnarnesbæ sem ekki hafa verkfallsrétt.
    F&L felur fjármálastjóra að auglýsa listann samkvæmt þeim reglum sem um birtingu hans gilda.
  7. Málsnúmer 2011010071 Afslættir elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum 2011.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir afsláttakjörum til elli- og örorkulífeyrisþegar af fasteignagjöldum íbúðarhúsnæðis til eigin nota fyrir árið 2011, skv. Samþykkt bæjarstjórnar.
    Lagt fram.
  8. Málsnúmer 2011020022 Styrkir til starfsmanna til að stunda heilsurækt.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu, samþykkt óbreytt fyrirkomulag og árið 2010.
  9. Málsnúmer 2010040016. Beiðni um námsvist vorönn 2011 í tónlistarskóla í sveitarfélagi utan lögheimilis nemanda.
    Samþykkt.
  10. Málsnúmer 2010120047. Beiðni um sérkennslu fyrir nemanda í Suðurhlíðarskóla. Samþykkt.
  11. Málsnúmer 2011020020. Bréf frá félagsstarfi eldri borgara.
    Lagt fram og vísað til félagsmálastjóra.
  12. Málsnúmer 2011020023 Erindi frá stjórn Strætó BS - Safnanótt
    Samþykktur viðbótarkostnaður.

Verkfundagerðir: engar

Fundargerðir til kynningar: engar

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 8:30

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?