Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

14. apríl 2011

437. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 14. apríl, 2011 kl. 08:00. Fimmtudaginn 14. april 2011, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.
Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Sigrún Edda Jónsdóttir og Margrét Lind Ólafsdóttir.
Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson
Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri sem ritaði fundargerði í tölvu.

Fyrir var tekið:

Bréf sem borist hafa frá :

  1. Málsnúmer 2011010063.
    Samningur um tiltekna þjónustuþætti við fatlað fólk við Reykjavíkurborg.
    Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri kynnti samninginn og erindisbréf.
    F&L vísar samningum til staðfestingar bæjarstjórnar.
  2. Málsnúmer 2011040010.
    Reiknilíkan fyrir Grunnskóla Seltjarnarnes skólaárið 2011-2012.
    Baldur Pálsson fræðslufulltrúi kynnti forsendur fyrir skólaárið 2011-2012.
    F&L samþykkir úthlutun.
  3. Málsnúmer 2011040020.
    Átak Kiwanishreyfingarinnar og Eimskips varðandi reiðhjólahjálma.
    Lagt fram.
  4. Málsnúmer 2011040018.
    Ársreikningur skíðasvæðanna vegna ársins 2010.
    Lagðir fram.
  5. Málsnúmer 2011040016.
    Bréf frá Skíðadeild KR dags. 05.04.2011 beiðni um styrk.
    Samþykkt kr. 225.000.-.
  6. Málsnúmer 2011030053.
    Bréf frá Kommuneqarfik Sermersooq, Greenlandic municipalitie dags. 22.03.2011.
    Bæjarstjóra falið að svara erindinu.
  7. Málsnúmer 2011030034.
    Ársreikningur Sorpu fyrir árið 2010.
    Lagðir fram.
  8. Málsnúmer 2011030019.
    Bréf Specialisterne dags. 10.03.2011 varðandi styrk.
    Samþykkt kr. 150.000.- eingreiðslu. BTÁ vék af fundi undir þessum lið.
  9. Málsnúmer 2011030034
    Drög af ársreikningi 2010
    Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri kynnti drög að ársreikningi 2010, sem nú er í endurskoðun hjá KPMG

Verkfundagerðir: engar

Fundargerðir til kynningar: engar

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 9.05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?