Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

24. maí 2012

455 fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 24. maí, 2012 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 24. maí 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerði í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2012020079.
    Útboð sorphirðu.
    Á fund F&L kom Stefán Eiríkur bæjarverkfræðingur og gerði grein fyrir útboði, umræðum frestað til næsta fundar.

  2. Málsnúmer 2012050018.
    Viðaukar við fjárhagsáætlun 2012, kaup á sambýlinu að Sæbraut 2.
    Fjármálastjóri gerði grein fyrir málinu. F&L samþykkir framlagðan viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2012 að fjárhæð kr. 42.900.000.- og felur fjármálastjóra að tilkynna viðaukann til innanríkisráðuneytisins í samræmi við reglur þar um.

  3. Lýðræðissetrið.
    Starfsmenn Lýðræðissetursins ehf, Arnþór Helgason og Björn S. Stefánsson mættu á fund nefndarinnar og kynntu aðferð við að auka almenna umræðu í sveitarfélögum.
    F&L þakkar þeim fyrir góðar upplýsingar um verkefnið ,,Sjóðval“.

  4. Málsnúmer 2012050011.
    Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2012.
    F&L samþykkir fyrir sitt leiti hækkun á hlutafjár úr kr. 130.284.887.- í kr. 145.932.989.-.
    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:35

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?