Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

20. júní 2012

458. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness miðvikudaginn 20. júní, 2012 kl. 08:00.

Miðvikudaginn 20. Júní 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Margrét Lind

Ólafsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi: Árni Einarsson boðaði forföll.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2011080051.

    Bréf SSH varðandi tillögur vinnuhóps um sameiginlegt útboð sveitarfélaganna á akstri vegna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk, dags. 06.06.2012.

    F&L samþykkir að áfram verði unnið á grundvelli þeirra tillagana sem liggja fyrir um samræmingu þjónustu og að fram fari sameiginlegt útboð sveitarfélaganna á ferðaþjónustu fatlaðra.

  2. Málsnúmer 2012060028.

    Bréf SSH varðandi tillögur vinnuhóps um mögulegt samstarf sveitarfélaganna um tónlist og listmenntun, dags. 06.06.2012.

    F&L telur áhugavert að tónlistarskólar á höfuðborgarsvæðinu komi sér upp samstarfsvettvangi á sviði tónlistarnáms og vísar málinu til frekari skoðunar hjá fræðslustjóra og skólanefnd.

  3. Málsnúmer 2012050025.

    Bréf fjármálaráðuneytisins varðandi fyrirspurn frá Eftirlitsstofnun EFTA um sérleyfi, dags. 25.05.2012.

    Bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Ekki er um það að ræða að Seltjarnarnesbær hafi gert sérleyfissamninga við auglýsinga- eða kynningarfyrirtæki sem færir þeim einkaleyfi á birtingu auglýsinga, eins og því er lýst í bréfi EFTA.

  4. Málsnúmer 2012060036.

    Bréf Umhverfisstofnunar varðandi efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum, dags. 31.05.2012.

    Lagt fram, F&L vísar bréfinu til bæjarverkfræðings.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

    Fundi slitið kl. 08:15.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?