Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

18. október 2012
462. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness fimmtudaginn 18. október, 2012 kl. 08:00.

Fimmtudaginn 18. október 2012, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri, Snorri Aðalsteinsson

félagsmálastjóri og Gunnar Lúðvíksson fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2012090016. Reglur um sérstakar húsaleigubætur.

    Félagsmálastjóri kynnti reglur um sérstakar húsaleigubætur. Sérstakar húsaleigubætur eru ætlaðar leigjendum sem búa við mjög erfiðar félagslegar aðstæður og fjárhagsstöðu.

    Samþykkt að taka upp greiðslur sérstakra húsaleigubóta frá og með 1. janúar 2013 samkvæmt reglum um sérstakar húsaleigubætur sem kynntar voru.

  2. Málsnúmer 2012100058.

    Gjaldskrá félagsmálasviðs.

    Félagsmálastjóri kynnti breytingu á gjaldskrá.

      1. janúar 2013 
    Námskeið í félagsstarfi aldraðra   1.800
     Handavinna almenn  150
     Þátttökugjald spilakvöldum  150
     Fast fæði  680
     Heimsendingargjald  150
     Þvottavélagjald  150
     Kaffi  150
     Kaffi og meðlæti á föndurtímum 400
    Kaffi og meðlæti á spilakvöldum
     600
     F&L samþykkir tillögu félagsmálastjóra að nýrri gjaldskrá frá og með 1. janúar 2013.

  3. Málsnúmer 2012100059.
    Gjaldskrá fyrir félagslegar leiguíbúðir.
    Félagsmálastjóri kynnti breytingu á gjaldskrá fyrir félagslegar leiguíbúðir.
    Samþykkt ný gjaldskrá frá og með 1. janúar 2013, félagsmálastjóra falið að segja upp núgildandi leigusamningum og upplýsa um sérstakar húsaleigubætur.
  4. Málsnúmer 2012100057.
    Fjárhagsáætlun 2013 lögð fram og vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
    F&L samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 24. október 2012.

    Gjaldskrár breytingar:
    Tillaga að gjaldskrá fyrir bókasafnið fyrir árið 2013.
    Lánþegakort kr. 1.700,-, Dagsektir bækur kr. 40,-, samþykkt og taki gildi frá 1. janúar 2013.

    Tillaga að gjaldskrá fyrir sundlaug fyrir árið 2013.
    Stakt gjald fyrir fullorðna frá 18 ára kr. 500.-, samþykkt og taki gildi frá 1. janúar 2013.
  5. Málsnúmer 2012100057
    3ja ára áætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2014-2016 lögð fram.
    F&L samþykkir að vísa fjárhagsáætlun fyrir árin 2014-2016 til fyrri umræðu í bæjarstjórn 24. október 2012.
  6. Málsnúmer 2012100051.
    Bréf Samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, dags. 15.10.2012. varðandi leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um ferðaþjónustu fyrir fatlaða.
    Lagt fram, F&L vísar málinu til bæjarstjóra.
  7. Málsnúmer 2012100041.
    Rekstraráætlun Sorpu fyrir árin 2013 og fimm ára rekstraráætlun 2014-2017.
    Lögð fram.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.

    Fundi slitið kl. 10:00.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?