Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

28. maí 2013

475. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness þriðjudaginn 28. maí, 2013 kl. 08:00.

Þriðjudaginn 28. maí 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013050021.
    Gjaldskrá ferðaþjónustu fatlaðra.
    Félagsmálastjóri mætti á fund nefndarinnar og fór í gegnum tillögu að hækkun á gjaldskrá. F&L vísar tillögu félagsmálastjóra til næstu fjárhagsáætlunargerðar.
  2. Málsnúmer 2013050024.
    Íþróttafélagið Grótta.
    Íþróttafulltrúi mætti á fund F&L og fylgdi eftir minnisblaði sínu varðandi beiðni Íþróttafélagsins Gróttu um eingreiðslu styrk fyrir árið 2013.
    F&L samþykkir eingreiðslustyrk til Gróttu kr. 5.000.000,-
    F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 5.000.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  3. Málsnúmer 2013050048.
    Hreystivöllur við Valhúsaskóla.
    Fræðslufulltrúi mætti á fundinn og fylgdi eftir minnisblaði varðandi uppsetningu á hreystivelli við Valhúsaskóla. F&L tekjur jákvætt í erindið og samþykkir erindið.
    F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 4.200.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  4. Málsnúmer 2013040049.
    Gangstéttaútboð fyrir sumarið 2013.
    Fjármálastjóri fór yfir tilboðin sem bárust. F&L samþykkir að taka lægsta tilboðinu frá Stjörnugarði kr. 46.923.600.-, að því gefnu að það uppfylli innkaupareglur Seltjarnarnesbæjar. Ef viðkomandi uppfyllir ekki áðurnefnd skilyrði verður farið niður lista bjóðanda.

  5. Málsnúmer 2013050042.
    Smábátahöfn.
    Bæjarverkfræðingur mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeim möguleika að klára hafnargarð við smábátahöfnina. F&L samþykkir fyrir sitt leyti að fara í þessa framkvæmd og vísar erindinu til skipulagsnefndar til að samþykkja framkvæmdarleyfi og umhverfisnefndar til umsagnar.
    F&L samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins að fjárhæð kr. 2.800.000.- samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé um sömu fjárhæð.

  6. Málsnúmer 2013050051.
    Drög að samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar Seltjarnarness.
    Lögð voru fram og kynnt drög að nýrri samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarstjórnar. F&L samþykkir drögin og vísar þeim til fyrri umræðu til bæjarstjórnar.

  7. Málsnúmer 2013050041.
    Bréf Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins dags. 17.05.2013, varðandi sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu.
    Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins þar sem vakin er athygli á eftirfarndi bókun frá fundi stjórnar SHS frá 17. maí sl. er varðar stöðu sjúkraflutninga.
    ,,Stjórn SHS harmar að ekki sé búið að ganga frá formlegum samningi um þetta mikilvæga öryggismál á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir samkomulag þar um, sem fulltrúar SHS og VEL skrifuðu undir, eftir mikla undirbúnings- og samningavinnu. Að mati stjórnarinnar er það óásættanlegt þegar fagráðuneyti gengur frá samkomulagi, í þessu tilfelli velferðarráðuneytið, að málið skuli ekki vera afgreitt hjá fjármálaráðuneytinu”.
    F&L tekur undir sjónarmið í bókun stjórnar Slökkviliðsins.

  8. Málsnúmer 2013030007.
    Bréf Reykjavíkurborgar varðandi aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, dags. 02.05.2013.
    F&L felur bæjarstjóra að senda inn athugasemdir m.v. umræður á fundinum.

  9. Málsnúmer 2013050031.
    Mat á áhrifum fjárfestingar við byggingu hjúkrunarheimilis.
    Lögð fram skýrsla um mat á áhrifum fjárfestingar við byggingu hjúkrunarheimilis og rekstur þess á fjárhag sveitarfélagsins með vísan til 66. gr. Sveitarstjórnarlag nr. 138/2011.

  10. Málsnúmer 2013050029.
    Bréf frá Hjúkrunarheimlinu EIR dags. 15.05.2013.
    Lagt fram.

  11. Málsnúmer 2013050025.
    Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga dags. 11.05.2013.
    Lagt fram.

  12. Málsnúmer 2013020016.
    Bréf Innanríkisráðuneytinu dags. 3.05.2013 þar sem ráðuneytið staðfestir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Seltjarnarneskaupstað sbr. 29. gr. Sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
    Lagt fram.

  13. Málsnúmer 2013050004.
    Bréf ÓSK dags. 3.05.2013 beiðni um styrk vegna útgáfu bókar um suðvesturhorn Íslands..
    F&L samþykkir kr. 30. þús. styrk.
  14. Málsnúmer 2013050002.
    Bréf Leikhóps Lottu dags. 3.05.2013 beiðni um styrk.
    F&L samþykkir kr. 30. Þús. styrk.

  15. Málsnúmer 2013040048.
    Bréf Málræktarsjóðs dags. 22.04.2013.
    F&L samþykkir að tilnefna Soffíu Karlsdóttur í fulltrúaráð Málræktarsjóðs.

  16. Málsnúmer 2013040043.
    Bréf Icefitness ehf. dags. 24.04.2013 beiðni um styrk.
    F&L samþykkir kr. 75.þús. styrk.

  17. Málsnúmer 2013050047.
    Beiðni um námsstyrk.
    F&L samþykkir að veita námsstyrki til IÓÞ og EÓ samkvæmt umræðum á fundinum..

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
    Fundi slitið kl. 10:00.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?