Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

14. nóvember 2013

482. fundur Fjárhags- og launanefndar Seltjarnarness

Fimmtudaginn 14. nóvember 2013, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Sigrún Edda Jónsdóttir og Árni Einarsson.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013060020.
    Framtíðaruppbygging þjónustu til foreldra eftir fæðingarorlof.
    F&L samþykkir að vísa málinu til bæjarstjóra til skoðunar.

  2. Málsnúmer 2008030007.
    Hjúkrunarheimili.
    Lagt fram bréf Velferðarráðuneytisins dags. 08.11.2013, bygging hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. F&L vísar málinu til bæjarstjóra til skoðunar.

  3. Málsnúmer 2012010056.
    Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
    Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi eftirfylgni með úttekt á Grunnskóla Seltjarnarness, dags. 07.11.2013
    Lagt fram. F&L lýsir ánægju sinni með eftirfylgni skólaskrifstofu.

  4. Málsnúmer 2013110018.
    Bréf Mannvirkjastofnunar dags. 30.10.2013, varðandi gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa.
    F&L felur bæjarstjóra að skoða erindið.

  5. Málsnúmer 2013100055.
    Bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 23.10.2013.
    Lagt fram.

  6. Málsnúmer 2012110013.
    Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Gróttu.
    Á fundi ÍTS 11.11.2013 var tekin fyrir nýr samstarfssamningur á milli Seltjarnarnesbæjar og Íþróttafélagsins Gróttu. ÍTS leggur til við Fjárhags- og launanefnd að samþykkja framlagðan samning á milli ofangreindra aðila. Samningurinn mun taka gildi frá og með 1.janúar 2014 til 31.desember 2016 eða samtals 3 ár.
    F&L samþykkir samningin og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

    Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.
    Fundi slitið kl. 08:40.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?