Fara í efni

Fjárhags- og launanefnd

27. mars 2014

Fimmtudaginn 27. mars 2014, kl. 08:00 kom F & L saman til fundar á bæjarskrifstofunum.

Mættir: Guðmundur Magnússon, Bjarni Torfi Álfþórsson og Árni Einarsson.

Áheyrnarfulltrúi: Margrét Lind Ólafsdóttir.

Ennfremur sat fundinn Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og Gunnar Lúðvíksson

fjármálastjóri, sem ritaði fundargerð í tölvu.

Undir lið 2 sat fundinn Soffía Karlsdóttir, sviðstjóri menningar og samskiptasviðs.

Undir lið 3 sat fundinn Baldur Pálsson, sviðstjóri fræðslusviðs.

Fyrir var tekið:

  1. Málsnúmer 2013030033.
    Listaverkastjóður.
    Menningarnefnd leggur til stofnaður verði sérstakur sjóður til kaupa á listaverkum. F&L sér ekki ástæðu til að stofna sérstakan sjóð heldur verði hvert tilvik skoðað sérstaklega berist beiðni um slíkt.

  2. Málsnúmer 2013030033.
    40 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar.
    SK mætti á fund nefndarinnar og upplýsti um helstu dagskrárliði á afmælisdaginn og næstu mánuði.
    F&L vísar málinu til bæjarstjóra til jákvæðrar afgreiðslu.

  3. Málsnúmer 2013110033.
    Reglur Seltjarnarnesbæjar um fjarvistir og starfendurhæfingu vegna veikinda eða slysa.
    Bæjarstjóri kynnti málið.

  4. Málsnúmer 2014010036.
    Umsókn um stuðning í leikskóla Seltjarnarness.
    Erindi fræðslustjóra dags. 12.3.2014 varðandi beiðni um stuðning fyrir tvö börn við leikskólann samkvæmt starfsreglum um sérkennslu.
    F&L samþykkir erindið fjórar stundir á dag og vísar til fjármálastjóra.

  5. Málsnúmer 2014030029.
    Bréf Eyðibýli á Íslandi dags. 10.03.2014, beiðni um styrk til rannsókna.
    F&L samþykkir styrk að fjárhæð kr. 25.000.-.

  6. Málsnúmer 2014030046.
    Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs dags. 20.03.2014, varðandi gas- og jarðgerðarstöðvar fyrir höfuðborgarsvæðið.
    Lagt fram og bæjarstjóra falið að ræða erindið á fundi SSH.

  7. Málsnúmer 2014030047.
    Bréf Öldungadeildar Ský dags. 24.03.2014 varðandi styrk við útgáfu á ,,Sögu upplýsingatækni á Íslandi“.
    F&L sér sig ekki fært að verða við erindinu.

  8. Málsnúmer 2014030017.
    Uppgjör vegna endurvinnslustöðva Sorpu bs. fyrir árið 2013.
    Lagt fram.

  9. Málsnúmer 2013090002.
    Ársreikningur Sorpu 2013.
    Lagður fram.

  10. Málsnúmer 2014030039.
    Ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis 2013.
    Lagður fram.

  11. Tillaga frá Árna Einarssyni varðandi sölutekjur á lóð við Hrólfskálamel 1-7.
    Lögð fram og tekin til umræðu á næsta fundi.

    Fundi slitið kl. 08:50.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?