Fara í efni

Fjölskyldunefnd

20. maí 2010

362. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 20. maí 2010 kl. 17:00 – 19:05
Mættir: Ragnar Jónsson, Magnús Margeirsson, Árni Einarsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Sigrún Hv. Magnúsdóttir, Anna Kristín Guðmannsdóttir og Snorri Aðalsteinsson.


  1. Trúnaðarmál.
    1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál
    1.2 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 2. mál
    1.3 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 3. mál
    1.4 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 4. mál
    1.5 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 5. mál
  2. Upplýsingar um fjölda atvinnulausra á Seltjarnarnesi og nánari tölfræðileg greining á atvinnuleysi eftir kyni, aldri, starfsgrein, menntun og lengd atvinnuleysis unnin af Vinnumálastofnun lögð fram.
  3. Kynnt bréf Velferðarvaktarinnar dags. 20. apríl 2010 þar sem hvatt er til umræðu um fjölbreytileg úrræði í barnavernd.
  4. Félagsmálastjóri greindi frá hvernig vinnu á vettvangi SSH vegna tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna miðar. Einnig greint frá annarri undirbúningsvinnu. Skipuð hefur verið þriggja manna nefnd til að fjalla nánar um tilfærsluna en í nefndinni eru félagsmálastjóri, Erlendur Magnússon og Ragna Kristín Marinósdóttir. Nefndin hefur þegar fundað.
  5. Fundargerð samráðshóps um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi, dags. 23.03.2010 lögð fram. Sigrún Hv. Mangúsdóttir sagði nánar frá störfum samráðshópsins.

Í lok fundar þakkaði Ragnar Jónsson formaður nefndarmönnum í félagsmálaráði og starfsmönnum fyrir gott samstarf á kjörtímabilinu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:05
Ragnar Jónsson (sign), Magnús Margeirsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?