Fara í efni

Fjölskyldunefnd

12. september 2013
  1. fundur Félagsmálaráðs Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtudaginn 12. september 2013 kl. 17:00 – 18:20

    Mættir: Magnús Margeirsson, Guðrún Edda Haraldsdóttir, Guðrún B. Vilhjálmsdóttir og Halldóra Jóhannesdóttir Sanko. Snorri Aðalsteinsson sat fundinn og Sigrún Hv. Magnúsdóttir undir 1. lið.

    1. Trúnaðarmál.
      1.1 Trúnaðarmál, fært í trúnaðarmálabók 1. mál.

    2. Fundargerðir þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkur og Seltjarnarness um þjónustu við fatlað fólk, dags. 2.5.2013, 13.6.13 og 6.09.13, lagðar fram og ræddar.

    3. Ársskýrsla Þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um þjónustu við fatlað fólk fyrir árið 2012 ásamt fylgiskjölum kynnt.

    4. Erindisbréf fyrir félagsmálanefnd Seltjarnarness lagt fram og kynnt.

    5. Félagsstarf aldraðra - dagskrá og tilhögun starfsins kynnt. Ráðið felur félagsmálastjóra og umsjónarmanni félagsstarfs aldraðra að kanna í samstarfi við grunnskólann aðstoð eldri bæjarbúa við lestur, svipað og gert hefur verið í nokkrum öðrum skólum og kallað „ömmulestur“.

    6. Fjárhagsáætlun 2014 - félagsmálastjóri gerði grein fyrir drögum að áætlun 2014. Vegna þjónustu við aldraða var vakin athygli á fjölda 67 ára og eldri í bæjarfélaginu en þeir eru um 600 eða 13,8% af heildaríbúafjölda.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20

Magnús Margeirsson (sign), Guðrún Edda Haraldsdóttir (sign), Guðrún B Vilhjálmsdóttir (sign), Halldóra Jóhannesdóttir Sanko (sign) og Snorri Aðalsteinsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?