Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

21. desember 2016

396. (21.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 15. desember 2016 kl. 8:00 í íþróttahúsinu.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Rán Ólafsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Margrét Lind Ólafsdóttir. Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

  1. Samstarfssamningur Seltjarnarnesbæjar og Gróttu. Mnr. 2016120049.

    Formaður lagði fram drög að endurnýjuðum samstarfssamningi bæjarins við Gróttu 2017-2019. Samningurinn byggður upp á sama hátt og sá eldri, en nýr viðauki kemur inn vegna meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Vísað til bæjarráðs til samþykktar.

  2. Fjárhagsáætlun Gróttu 2017. Mnr. 2016100040.

    Þá hafa allar fjárhagsáætlanir deilda Gróttu borist. ÍTS mun óska eftir betri skilum framvegis, enda er skýrt kveðið á um skiladag í samstarfssamningi.

  3. Knattspyrnudeild, meistaraflokkur kvenna - skýrsla. Mnr. 2016120044.

    Skýrslan lögð fram og rædd. ÍTS þakkar knattspyrnudeild einkar greinagóða skýrslu og mun styðja áfram við starf meistaraflokks kvenna.

  4. Kjör á íþróttamanni og konu Seltjarnarness. Mnr. 2016120045. Sviðsstjóri sagði frá því að auglýsing um ábendingar frá almenningi muni birtast í Nesfréttum í desemberblaðinu. Ákveðið hefur verið að kjörið fari fram þriðjudaginn 17. janúar 2017.

  5. Viðauki við samning við Golfklúbb Ness. Mnr. 2016120046. Ákveðið að fá stjórn golfklúbbsins og framkvæmdastjóra á fund til að ræða framtíðarnotkun nýrrar inniaðstöðu gagnvart börnum, unglingum og öldruðum.

  6. Rekstur íþróttahúss og knattspyrnuvalla - staðan. Mnr. 2016120047.
    Skýrsla Gróttu lögð fram og rædd.

  7. Launatölur - staðan. Mnr. 201509180.

    Sviðsstjóri lagði fram launatölur sviðsins.

  8. Staða á rafrænum umsóknum. Mnr. 2016030039.

    ÍTS ítrekar að mikilvægt sé að flýta rafrænu formi styrktarumsókna en unnið hefur verið að verkefninu um allnokkurt skeið. ÍTS harmar að málið hafi dregist þannig að ekki hafi náðst að afgreiða málið á árinu.

  9. Ýmsir styrkir - staða Mnr. 20160030068.

    Farið yfir stöðu á ýmsum styrkjum.

  10. Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2016. Mnr. 2016030067.

    Sundlaugartölur yfirfarnar.

  11. Styrkbeiðni vegna fyrirlestra. Mnr. 2016120048.

    Styrkbeiðninni er hafnað. ÍTS telur að eðlilegra hefði verið að sækja um verkefnið áður en það fór fram og bendir á þá vinnutilhögun í framtíðinni varðandi aðrar styrkbeiðnir.

Fundi slitið kl. 9:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?