Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

27. apríl 2017

399. (24.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 27. apríl 2017 kl. 8:00 í íþróttamiðstöðinni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Ásgeir Bjarnason og Rán Ólafsdóttir.

Fulltrúi Ungmennaráðs mætti ekki.

Ritari fundar : Haukur Geirmundsson.

  1. Íþrótta- tómstunda og lýðheilsustefna ÍTS. Mnr. 2017030026.

    Formaður fór yfir uppfærða aðgerðaráætlun og yfir það sem útaf stendur. Stofnun Þekkingaráðs er nú komið í farveg hjá Skólanefnd. Íþróttafulltrúa falið að undirbúa stofnun lýðheilsuhóps og skoða útiæfingatæki.

  1. Yfirlýsing um samstarf Gróttu og KR. Mnr. 2017030027.

    Frestað til næsta fundar.

  2. Sumarbæklingur ÍTS. Mnr. 2017040115.

    Sumarbæklingur ÍTS er kominn á heimasíðu bæjarins með upplýsingum um það sem er í boði yfir sumartímann á Seltjarnarnesi í námskeiðahaldi fyrir börn og unglinga. Huga má að því að gera bæklinginn meira aðlaðandi á heimasíðunni. Mikilvægt er að frétt um námskeiðin birtist á heimasíðunni og að sent verði í gegnum Mentor.

  3. Beiðni til ÍTS frá Gróttu. Mnr. 2017040118.

    Vegna aðstöðuleysis fyrir blaðamenn á Vivaldi vellinum óskar Grótta eftir því við ÍTS að bærinn komi upp aðstöðu og nefnir í því sambandi leigu á skrifstofugámi. Íþróttafulltrúa falið að hafa samband við KSÍ og fær kröfur sambandsins um aðstöðu blaðamanna.

  4. Stækkun íþróttahúss – staða. Mnr. 2017020055.

    Farið var yfir hvernig undirbúningurinn gengur. ÍTS óskar eftir nánari upplýsingum um þær breytingar sem hafa orðið á innra skipulagi, ekki síst sem snýr að búningsklefum og félagsaðstöðu. Mikilvægt er að samstaða sé um þetta þetta mál innan allra deilda Gróttu.

  1. Heisluvika 4. – 7.maí. Mnr. 2017030080.

    Boðið er uppá glæsilega dagskrá frá aðildarfélögum bæjarins á sviði íþrótta og afþreyingar. Búið er að gera auglýsingu í Nesfréttir og dreifibréf sem borið verður á öll heimili á Seltjarnarnesi á næstu dögum, en ÍTS stendur straum af því að kynna það sem boðið er uppá. Sigríði varaformanni og Hauki þakkað fyrir glimrandi undirbúning.

  2. Hlaupakort. Mnr. 2017040116.

    Til stendur að setja hlaupakort af göngu og hlaupaleiðum á Seltjarnarnesi á heimasíðu bæjarins þar sem það er aðgengilegt öllum.

  1. Afmæli Gróttu. Mnr. 2017040117.

    ÍTS óskar Gróttu til hamingju með afmælið og frábæra afmælishátíð.

  2. Launatölur – staðan. Mnr. 201509180.

    Sviðsstjóri lagði fram launatölur sundlaugar.

  3. Samtala tómstundastyrkja 2017. Mnr. 2016010112.

Farið yfir stöðu tómstundastyrkja.

  1. Ýmsir styrkir - staða Mnr. 20160030068.

Farið yfir stöðu á ýmsum styrkjum.

  1. Sundlaug – aðsóknar- og tekjutölur 2017. Mnr. 2016030067.

    Sundlaugartölur yfirfarnar. ÍTS lýsir ánægju sinni með mjög góða aðsókn í laugina. Sviðstjóri sagði frá því að ný rennibraut verður sett upp og lyfta fyrir fatlaða í árlegri yfirhalningu núna í maí, en þá verður laugin lokuð í nokkra daga.

Fundi slitið kl. 9:30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?