Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

07. september 2017

401. (26.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 7. sept. kl. 8:15 á bæjarskrifstofunni.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Guðmudur Ari Sigurjónsson, Ásgeir Bjarnason og Rán Ólafsdóttir.

Fulltrúi ungmennaráðs Jóhann Þór Gunnarsson.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson

  1. Stækkun íþróttahúss. Mnr. 2017020055.

    Sviðsstjóri fór yfir gang mála. Verið er að leggja lokahönd á hönnunargögn svo hægt sé að setja verkið í útboð. Stefnt er að því núna í september. Ábending kom fram um að huga þarf að aðstöðu fyrir blaðamenn og aðgengi áhorfenda.

  2. Sundlaugarmál – rennibraut. Mnr. 2017060073.

    Farið yfir frágang rennibrautar og yfirstandandi vinnu við brautarlaugina.

  3. Ársuppgjör Gróttu. Mnr. 2017060074.

    Ársreikningar deilda Gróttu ræddir. ÍTS þakkar Gróttu fyrir greinargóða reikninga og sérlega áhugaverðar ársskýrslur deilda.

  4. Styrkbeiðni vegna U-21 í handknattleik. Mnr. 2017090083

    Samþykkt að veita Aroni Degi Pálssyni kr. 60 þúsund vegna HM í Alsír.

  5. Styrkbeiðni vegna U-19 í handknattleik. Mnr. 2017070050.

    Samþykkt að veita Elínu Helgu Lárusdóttur kr. 30 þúsund vegna landsliðsferðar til Svíþjóðar.

  6. Styrkbeiðni vegna U-16 í körfuknattleik. 2017050071.

    Samþykkt að veita Eygló Kristínu Óskarsdóttur kr. 30 þúsund vegna landsliðsferðar í körfuknattleik.

  7. Styrkbeiðni vegna U-21 í handknattleik. Mnr. 2017070187.

    Samþykkt að veita Þorgeiri Bjarka Davíðssyni kr. 60 þúsund vegna HM í Alsír.

  8. Styrkbeiðni vegna U-19 í handknattleik. Mnr. 2017090045
    Samþykkt að veita Lovísu Thompson kr. 30 þúsund vegna landsliðsferðar til Svíþjóðar

  9. Styrkbeiðni vegna heimaleikjar meistaraflokks í knattspyrnu. Mnr. 2017090087.
    Beiðni knattspyrnudeildar um að ÍTS bjóði bæjarbúum á heimaleik meistaraflokks í knattspyrnu í tilefni bæjarhátíðar lögð fram. Samþykktur 200 þúsund króna styrkur.

  10. Lýðheilsugöngur á Seltjarnarnesi. Mnr. 2016090080

    Sviðsstjóri sagði frá verkefni á vegum Ferðafélags Íslands og Landlæknisembættisins sem snýst um að fá sveitarfélög til þess að standa fyrir lýðheilsugöngum fyrir íbúa síns sveitarfélags. Gengið verður alla miðvikudaga í september og fengnir verða aðilar í hverri göngu til að vera með fræðsluerindi.

  11. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130

    Lagðar voru fram launatölur sundlaugar.

  12. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081

    Staða tómstundastyrkja lögð fram.

  13. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 22017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur sundlaugar lagðar fram.

  14. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.

Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

Fundi slitið kl. 9:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?