Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

12. apríl 2018

408. (33.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 12. apríl kl. 8:10 í íþróttahúsinu.

Mættir voru: Magnús Örn Guðmundsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rán Ólafsdóttir og Jóhann Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs.

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

  1. Stækkun íþróttamiðstöðvar. Mnr. 2017120080

    Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála.

  2. Lokun sundlaugar. Mnr. 2018020079.

    Sviðsstjóri fór yfir verkþætti sem unnir verða í lokuninni. Vinna við klæðningu á gangi búningsklefa World Class í kjallara er hafin.

  3. Endurskoðun á reglum ÍTS. Mnr. 2018020081.

    Breytingartillögur voru ræddar til að vinna með áfram. Formanni falið að koma með lokatillögur fyrir næsta fund.

  4. Erindi frá Gróttu. Mnr. 2016120049.

    ÍTS styður að styrkur bæjarins verði hækkaður til jafns við aðra meistaraflokka félagsins, enda aðlögunartími liðinn og góð reynsla kominn á starfið. Grótta og forsvarsmenn meistaraflokks kvenna eiga hrós skilið fyrir framtak sitt og hversu vel hefur til tekist. ÍTS leggur áherslu á að endurskoðaðri fjárhagsáætlun frá knattspyrnudeild verði skilað með umsókn inní bæjarráð.

  5. Styrkbeiðni vegna ferðar til USA. Mnr.
    Samþykkt að veita 3. flokki kvenna Gróttu/KR kr. 140 þúsund í styrk vegna ferðar liðsins á USA-Cup, í samræmi við reglur ÍTS.

  6. Styrkbeiðni vegna ferða til Danmerkur. Mnr.

    Samþykkt að veita 4.flokki Gróttu/KR vegna keppnisferðar liðsins til Hjorring.

  7. Heilsudagar á Seltjarnarnesi. Mnr. 2018030017.

    Sigríður og Haukur sögðu frá undirbúningi Heilsudaga 2018.

  8. Launatölur sundlaugar – staða. Mnr. 2016090130.

    Launatölur lagðar fram. Launareikningurinn er kominn framyfir áætlun. Sviðsstjóri falið að greina helstu frávik og skila niðurstöðum á næsta fundi.

  9. Staða tómstundastyrkja. Mnr. 22017090081.

    Staða tómstundastyrkja lögð fram.

  10. Sundlaug – aðsóknar og tekjutölur. Mnr. 2017040132.

    Aðsóknar- og tekjutölur lagðar fram. Sviðstjóri mun á næsta fundi gera grein fyrir ósamræmi í aðsókn og tekjum í mars 2018.

  11. Ýmsir styrkir – staða. Mnr. 20160030068.
    Farið yfir stöðu ýmissa styrkja.

Fundi slitið kl. 9:00.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?