Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

30. mars 2021

426.(17.) fundur Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 30.mars 2021 kl. 8:15. Fjarfundur.

Mættir voru: Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir, Hákon Jónsson, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Áslaug Ragnarsdóttir.
Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

 

  1. Heilsuefling 65+ Janusarverkefnið.  Mnr. 2021040134
    Eftir langa bið vegna Covid var ráðgert að hefja verkefnið öðru hvoru megin við páska en ljóst að það mun dragast áfram vegna fjöldatakmarkana.  Þrátt fyrir að ekki hafi tekist að hefja hið eiginlega verkefni hafa 64 skráð sig í sérstakan facebook hóp sem fær reglulega sendar æfingar til að fara eftir ásamt fræðslupistlum.  Um leið og hægt verður vegna Covid hefst verkefnið.
  1. Flóðljós og markatafla á gervigrasvelli. 
    Mikil ánægja er með ný og betri flóðljós á gervigrasvellinum og nýja markatöflu.
  1. Fjárhagsáætlun 2021.  Mnr. 2021040135
    Íþróttafulltrúi sagði frá því að fjárhagsáætlun málaflokksins 2021 sé nánast í sömu krónutölum og 2020 nema launaliðir og innri leiga hækka á milli ára.  Styrkir til íþrótta- og tómstundamála hækkuðu ekki á milli ára.
  1. Sundlaug.  Mnr. 2021040136
    Sundlaugin var lokuð 120 daga á síðasta ári og svo var aftur skellt í lás 25.mars s.l. vegna 4.bylgjunnar. Hitastig hefur verið lækkað til að spara heita vatnið en aðallaug haldið þó þannig að starfsmenn geti æft sig vegna árlegs skyndihjálparnámskeiðs og sundprófs í maí. 
  1. Styrkbeiðni vegna dýnukaupa.  Mnr. 2021040137
    Samþykkt að veita Íþróttafélaginu Gróttu kr. 436 þúsund vegna dýnukaupa.
  1. Styrkbeiðni frá knattspd. Kríu.  Mnr. 2021040138
    Samþykkt að veita knattspyrnudeild Kríunnar kr. 350 þúsund í rekstrarstyrk.
  2. Íslandsmeistarar í fimleikum.  Mnr. 2021040139
    Nanna Guðmundsdóttir varð Íslandsmeistari í fjölþraut áhaldafimleika og var það fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í 16 ár hjá Gróttu.  Einnig varð Freyja Hannesdóttir Íslandsmeistari í unglingaflokki áhaldafimleika.  ÍTS færði þeim blómvendi í tilefni að titlunum og óskar þeim innilega til hamingju.

 

Fundi slitið kl.8:55.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?