Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

305. fundur 11. maí 2006

304. (43) fundur æskulýðs- og íþróttaráðs Seltjarnarness, haldinn fimmtudaginn 11. maí 2006 í íþróttamiðstöðinni kl. 08.00.

Mætt voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson og Haukur Geirmundsson.

Ritari fundar: Árni Einarsson.

1.       Staða framkvæmda í sundlaug og gervigrasvelli.

2.       Úttekt á rekstri, mannauði og stjórnun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness.

3.       Bréf vaktstjóra íþróttahúss og sundlaugar.

4.       Sumarbæklingur.

5.       17. júní.

6.       Önnur mál.

a.       Skólahreysti, styrkbeiðni.

b.       Fimleikadeild, styrkbeiðni.

c.       Styrkbeiðni vegna tónlistarstarfs.

d.       Ferðalag að loknum prófum í 10. bekk.

 

1.       Formaður upplýsti að leki hefði komið fram við prófun í hitalögn í knattspyrnuvelli. Fyrirsjáanleg væri einhver seinkun á verklokum af þessum sökum. Unnið er að síðustu verkþáttum í sundlaug og stefnt að formlegri opnun laugarinnar eftir nokkra daga.

2.       Lögð fram úttekt Glax-Viðskiptaráðgjafar á rekstri og stjórnun Íþróttamiðstöðvar Seltjarnarness og starfsmannaþörf í ljósi breytinga á húsnæði. Haukur rakti helstu þætti skýrslunnar. ÆSÍS harmar hve seint skýrslan er fram komin í ljósi þess hve stutt er í opnun laugarinnar. Umræðu frestað til næsta fundar.

3.       Lagt fram bréf frá vakstjórum í íþróttahúsi og sundlaug dags. 3. maí 2006 vegna niðurstöðu starfsmats á starfsheitinu vaktstjóri. ÆSÍS samþykkir að leggja til að starfsmatið verði sambærilegt og hjá Reykjavíkurborg. ÆSÍS vísar málinu til fjárhags- og launanefndar.

4.       Haukur kynnti að kynningarbæklingi um æskulýðs- og íþróttastarf sumarsins hefði verið dreift 8. maí.

5.       Umræðu frestað til næsta fundar.

a.       ÆSÍS samþykkir styrk að upphæð 32.500 krónur til verkefnisins.

b.       ÆSÍS samþykkir að veita deildinni afreksstyrk að upphæð 1 millj. króna vegna frábærs árangurs undanfarið.

c.       ÆSÍS getur ekki orðið við erindinu. Framkvæmdastjóra falið að upplýsa viðkomandi um afgreiðslu málsins.

d.       Samþykkt að óska eftir því við Margréti Sigurðardóttur að hún taki saman skýrslu um framkvæmd málsins.

 

Næsti fundur ákveðinn 30. maí nk.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?