Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

319. fundur 18. apríl 2007

319. (13.) fundur Íþrótta og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2007 í hátíðarsal Gróttu kl. 17:10.    

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Unnur I. Jónsdóttir, Felix Ragnarsson, Haraldur E. Þrastarson, Páll Þorsteinsson og Haukur Geirmundsson. 

Ritari fundar: Páll Þorsteinsson.           

 

Dagskrá:

1. Stúka og búningsklefar Málsnúmer 2003090031
2. Bókhald Gróttu. Málsnúmer 2006090014
3. Foreldraverðlaun Málsnúmer 2007040043
4. Önnur mál

1. Stúka og búningsklefar við gervigrasvöll. 
Tillögur hönnuða skoðaðar.  Fallist er á þær meginhugmyndir sem koma fram í tillögunum, þ.m.t. að skipta byggingunni í tvennt og skilja með því stúku frá búningsklefum. Fulltrúar stjórnar knattspyrnudeildar Gróttu hafa á sama hátt lýst samþykki sínu á tillögunum.    

2. Bréf frá bæjarstjóra til Gróttu

Formaður kynnti bréf frá bæjarstjóra um boð til Gróttu um að bókhald félagsins verði endurskoðað af endurskoðendum bæjarins. Félagið hefur ákveðið að þiggja boðið.         
ÍTS. lýsir ánægju sinni með þessa ákvörðun.

                                   

3. Foreldraverðlaun

Formaður kynnti tilnefningu ÍTS til foreldraverðlauna Heimilis og skóla . Lagt er til að Grótta sé tilnefnd af hálfu ÍTS. Samþykkt samhljóða.

 

4. Önnur mál

Formaður minnti á hátíðarhöld í tilefni 40 ára afmælis Gróttu.

 

Fundi slitið kl. 17:52

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?