Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

24. ágúst 2010

351. (1.) fundur Íþrótta- og tómstundaráðs Seltjarnarness, haldinn þriðjudaginn 24.ágúst kl. 08:00 í samkomusal Gróttu í Íþróttamiðstöð við Suðurströnd.

Mættir voru: Lárus B. Lárusson, Magnús Örn Guðmarsson, Páll Þorsteinsson, Guðrún Kaldal, Margrét Sigurðardóttir og Árni Einarsson.

Forföll: Felix Ragnarsson

Ritari fundar: Haukur Geirmundsson.

Formaður ÍTS Lárus B. Lárusson bauð fundarmenn velkomna og lagði til að Páll Þorsteinsson yrði varaformaður nefndarinnar og var það samþykkt samhljóða.

  1. Fundaáætlun ÍTS.
    Fundaáætlun ÍTS fram að áramótum er eftirfarandi:
    Þriðjudagur 12.október kl. 16:00
    Þriðjudagur 14.desember kl. 16:00
  2. Kynning á erindisbréfi ÍTS. Málsnúmer 2010090013
    Erindisbréf ÍTS yfirfarið.
  3. Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090007
    Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Önnu Kristínar vegna undirbúnings fyrir HM í sundi fatlaðra
  4. Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090007
    Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Önnu Kristínar vegna HM í sundi í Hollandi.
  5. Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090016
    Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Ásrúnu Lilju vegna EM U-18 í handbolta í Gautaborg.
  6. Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090008
    Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Þráins Orra vegna EM U-18 í handbolta í Belgíu.
  7. Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090008
    Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Þráins Orra vegna lokakeppni EM U-18 í Svartfjallalandi.
  8. Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090009
    Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Steinunnar Helgu vegna Möltuferðar í A-landsliði í blaki.
  9. Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090007
    Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Árna Benedekts vegna EM U-18 í handbolta í Belgíu.
  10. Styrkbeiðni. Málsnúmer 2010090010
    Samþykktur 20 þús. króna styrkur til Viggós Kristjánssonar vegna NM U-18 í knattspyrnu í Svíþjóð.
  11. Styrkbeiðni vegna endurmenntunar – Nilsina Larsen Málsnúmer 2010060015
    Því miður sér ráðið sér ekki fært að verða við beiðninni þar sem ÍTS hefur ekki það hlutverk að styrkja háskólanám.
  12. Styrkbeiðni vegna leigu á fimleikaaðstöðu. Málsnúmer 2010040014
    Samþykkt að veita fimleikadeild Gróttu styrk að upphæð 600 þúsund vegna leigu á fimleikasal Stjörnunnar. Ástæðan er aðstöðuleysi afrekshópa deildarinnar.
    Undir þessum lið vék Guðrún Kaldal af fundi.
  13. 17. júnískýrsla – samantekt Málsnúmer 2010040001
    Skýrsla vegna hátíðarhaldanna á 17.júní lögð fram. Ráðið þakkar fyrir greinagóða skýrslu.
  14. Ungmennaráð Seltjarnarness – miðlun upplýsinga á vef bæjarins.
    Upplýsingar um ungmennaráð Seltjarnarness hefur verið sett inn á heimasíðu bæjarins. ÍTS telur æskilegt að hafa sér hnapp sem vísar beint á ungmennaráðið. Æskulýðsfulltrúa falið að kanna þann möguleika.
  15. Ferð ungmennaráðs til Svíþjóðar. Málsnúmer 2010050027
    Óskað var eftir að skýrsla ferðarinnar verði lögð fram á næsta fundi íTS.
  16. Endurskoðun reglna ÍTS um styrkveitingar til hópa og einstaklinga. Málsnúmer 2010040069
    Reglur ÍTS vegna styrkveitinga til hópa og einstaklinga ræddar. Ráðsmenn yfirfara fyrir næsta fund.
  17. Sumarnámskeið bæjarins. Málsnúmer 2010090012
    Farið yfir sumarstarf Selsins og áberandi hve mikil fækkun varð á fjölda barna s.l. sumar. Mikilvægt að taka upp rafræna skráningu og endurvekja samstarf við leikskóla vegna sundnámskeiða og bjóða samþættingu á leikja- og sundnámskeiðum.
  18. Fundi slitið kl. 9:10.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?