Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

275. fundur 07. október 2003

Mætt: Ásgerður Halldórsdóttir, Sjöfn Þórðardóttir, Nökkvi Gunnarsson, Árni Einarsson, Sigrún Edda Jónsdóttir, Haukur Geirmundsson og Margrét Sigurðardóttir.

Ritari fundar Árni Einarsson.

Dagskrá:

1. Fjárhagsáætlun 2004.
2. Golfklúbbur Ness.
a. Unglingastarf 2003.
  b. Stækkun golfvallar.
3. 30 ára afmæli Seltjarnarnesbæjar, ár unga fólksins.
4. Önnur mál:
  a. Bréf frá knattspyrnustjórn.
  b. Bréf frá bæjarstjóra.
  c. Bréf frá Strætó.
  d. Bréf frá Gróttu/KR.
  e. Greinargerð/myndir frá Sjöfn Þórðardóttur.
  f. Bréf frá Margréti Sigurðardóttur æskulýðsfulltrúa.
  g. Skáknámskeið.

Fundargerð:

1. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun og rædd. Framkvæmdastjóra og æskulýðsfulltrúa falið að afla frekari upplýsinga og reikna út kostnað ýmissa tillagna sem sendar hafa verið ráðinu og einstaka fulltrúar í ráðinu lögðu fram.

2. a. Lögð fram greinargerð yfir unglingastarf klúbbsins sumarið 2003. Efni greinargerðarinnar verður rætt frekar síðar.

b. Lagt fram bréf frá golfklúbbnum dags. 6. október 2003. Stjórn klúbbsins leggur til að núverandi golfvöllur verði stækkaður með landfyllingu, eða endurheimt lands, inn í Seltjörn til aukins æfingarýmis. Bent er á þörf fyrir aukið athafnarými til barna- og unglingastarfs og yrði viðbótinni ætlað að mæta henni fyrst og fremst. ÆSÍS lýst vel á fyrirætlanir um að mæta betur þörfum barna og unglinga til íþróttaiðkunar og vísar erindinu til bæjarstjórnar.

3. ÆSÍS samþykkir og leggur til við bæjarstjórn að 30 ára kaupstaðarafmælis bæjarins á næsta ári verði minnst með afmælisdagskrá sem verði tileinkuð og í höndum barna og ungs fólks á Seltjarnarnesi. Félagsmiðstöðinni Selinu verði falin umsjón með verkefninu og fái til liðs við sig unglinga úr Vinnuskólanum, Gróttu, kirkjunni, skólunum, leikskólunum, golfklúbbnum, trimmklúbbnum og öðrum félagasamtökum í bænum.

4. a. Lagt fram bréf frá knattspyrnudeild um umbætur á íþróttamannvirkjum Seltjarnarness.

b. Lagt fram bréf frá bæjarstjóra til stjórnar Íþróttafélagsins Gróttu dags. 24. sept. 2003 um endurskoðun ársreikninga félagsins.

c. Lagt fram bréf frá Strætó bs. dags. 18.sept. um að Íþróttamiðstöðin selji strætómiða. Samþykkt að verða tímabundið við erindinu til reynslu. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu.

d. Lagt fram bréf frá meistaraflokkum Gróttu/KR í handknattleik karla og kvenna dags. 17. sept. 2003. Óskað er eftir ferðastyrk fyrir báða flokkana fyrir tímabilið janúar-júní 2003. Samþykkt að styrkja flokkana um 219.264 krónur.

e. Tekin upp umræða frá síðasta fundi um greinargerð Sjafnar Þórðardóttur um opin leiksvæði og opin svæði á Seltjarnarnesi. Greinargerðinni ásamt myndum vísað til Tæknideildar.

f. Lagt fram bréf frá Margréti Sigurðardóttur dags. 7. október 2003. Óskar hún eftir launalausu ársleyfi frá störfum. ÆSÍS samþykkir að veita henni leyfið frá og með 1. júní 2004 – 31. maí 2005 og að hún gangi að starfi sínu aftur að leyfi loknu. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu og ganga frá tímabundinni ráðningu æskulýðsfulltrúa í hennar stað.

g. Formaður upplýsti að komnar eru 83 skráningar á skáknámskeið sem hófst nýlega og stendur til 19. des. Ánægja er með þetta verkefni.

Fundi slitið kl. 19.50.

 

Ásgerður Halldórsdóttir

(sign)

Sjöfn Þórðardóttir

(sign)

Nökkvi Gunnarsson

(sign)

Árni Einarsson

(sign)

Sigrún Edda Jónsdóttir

(sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?