Fara í efni

Íþrótta- og tómstundanefnd

32. fundur 05. apríl 2001

Mættir voru: Ásgerður Halldórsdóttir, Árni Einarsson, Sjöfn Þórðardóttir, Sigrún Edda Jónsdóttir, Þór Sigurgeirsson og Haukur Geirmundsson.

Dagskrá.

1.      Reglugerð um kjör Íþróttamanns Seltjarnarness og afreksmannasjóð ÆSÍS.

2.      Sumardagurinn fyrsti.

3.      Sumaropnun íþróttahúss.

4.      Önnur mál.

  1. Lögð fram drög að reglugerð um kjör Íþróttamanns Seltjarnarness.  Einnig lögð fram drög að reglugerð um afreksmannasjóð ÆSÍS.  -  Hvorutveggja samþykkt.
  2. Lögð fram dagskrá sumardagsins fyrsta.  Dagskráin verður auglýst í Nesfréttum.  Dagskráin samþykkt.
  3. Á fundi með fulltrúum deilda Gróttu síðastliðið haust var óskað eftir því að íþróttahúsið væri opið yfir sumarmánuðina.  Samþykkt að hafa húsið opið í sumar og verður það kynnt forsvarsmönnum félagsins enda gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
  4. Önnur mál.
    • Ákveðið hefur verið að halda umferðarviku skólabarna á Seltjarnarnesi dagana 30.apríl til 5.maí til þess að örva börn til þess að ganga í skólann. 
    • Samþykkt að vísa til fjárhags- og launanefndar beiðni um endurskoðun á leigugjaldi fyrir skólana í íþróttahúsum og sundlaug
    • Æsíf. sagði frá því að unnið væri að endurskoðun starfslýsinga æsíf. og forstöðumanni félagsmiðstöðvarinnar Selsins.  Einnig unnið að endurskoðun starfslýsinga fleiri starfsmanna Íþróttamiðstöðvar.
    • Tekin til umræðu óformleg fyrirspurn um hvort styrkur ÆSÍS vegna launa framkvæmdarstjóra Gróttu væri bundinn við hann einan eða hvort skipta mætti honum á milli deilda sem tækju þá að sér starf hans eins og það snýr að hverri deild.  Engin skilyrði eru sett um þetta af hálfu ÆSÍS heldur félagsins og deildanna að ráðstafa styrknum.
    • Lagt fram kynningarefni frá frítími.is sem er vefsíða með upplýsingum um æskulýðs- íþrótta og tómstundarstarf fyrir ungt fólk þar sem sveitarfélögin geta kynnt sitt starf.
    • Æsíf., forstöðumaður Selsins og garðyrkjufræðingur hafa hist og rætt um sumarstarfið.  Æsíf. skýrði frá undirbúningi og fyrirkomulagi sumarstarfsins sem snýr að ÆSÍS.  Fram kom að enn vantar að finna skólagörðunum stað og bæta þarf aðstöðuna fyrir börnin
    • Leigusamningur bæjarstjórnar og Íþróttafélagsins Gróttu varðandi samkomusal og félagsaðstöðu félagsins ræddur athugasemdalaust.
    • Tekið fyrir bréf frá Garðari Guðmundssyni varðandi Taflfélag Seltjarnarness.  Ákveðið að boða Garðar á næsta fund ÆSÍS.

 

Næsti fundur ákveðinn 3. maí.

 

Fundi slitið kl. 18:40       Fundarritari Árni Einarsson.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?