Fara í efni

Jafnréttisnefnd

28. ágúst 2006

1. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 28. ágúst 2006 kl. 17:00 – 17:55

Mættir voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

 

  1. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna til starfa í nýkjörinni jafnréttisnefnd.

 

  1. Kjör varaformanns og ritara. Helgi Þórðarson kjörinn varaformaður og Hildigunnur Gunnarsdóttir ritari.

 

  1. Farið yfir hver væru verkefni jafnréttisnefndar og greint frá helstu verkefnum sem undirnefnd um jafnréttismál hefur unnið að á síðasta kjörtímabili.

 

  1. Ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun jafnréttisáætlunar. Jafnréttisáætlun skal leggja fram ári eftir kosningar og er því tímabært að hefja endurskoðun núverandi áætlunar.

 

  1. Lögð fram umsókn um styrk frá Karlahópi Femínistafélags Íslands, dags. 12. júlí 2006, vegna átaksins “Karlmenn segja NEI við nauðgunum” Samþykkt að styrkja átakið um 40.000.- kr.

 

  1. Snorra falið að kanna hjá þeim vinnustöðum bæjarins, þar sem starfa fleiri en 25 manns, hvort sett hafi verið jafnréttisáætlun sbr. 13. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000.

 

  1. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor og brautarstjóri framhaldsbrautar kennaradeildar Háskólans á Akureyri mun halda erindi á fræðslufundi fyrir starfsmenn grunnskóla Seltjarnarness, á morgun 29.8.06.Erindið nefnist "Skólaþróun í þágu jafnréttisuppeldis drengja og stúlkna." Erindið er haldið að frumkvæði jafnréttisnefndar og liður í fræðslu um jafnréttismál í skólum.

 

  1. Næsti fundur ákveðinn 3. október n. k. kl. 17:00

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið 17.55

Snorri Aðalsteinsson



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?