Fara í efni

Jafnréttisnefnd

22. febrúar 2010
20. fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, mánudaginn 22. febrúar 2010 kl. 17:00 – 18:05

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Helgi Þórðarson og Hildigunnur Gunnarsdóttir. Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson.

  1. Farið yfir skipulag fræðslufundar fyrir bæjarbúa sem halda á þriðjudaginn 2. mars n. k. Fyrirlesari verður Ingólfur V. Gíslason lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands á sviði karlafræði, fæðingarorlofs og jafnréttismála. Ákveðið að bjóða upp á kaffi og meðlæti á fundinum. Fundarboði verður dreift á öll heimili í lok vikunnar.
  2. Rætt um hvað líði gerð jafnréttisstefnu/áætlunar fyrir Grunnskóla Seltjarnarness. Þegar spurst var fyrir um hana s.l. haust  var unnið að henni samkvæmt upplýsingum frá skólastjóra. Snorra falið að hafa samband við skólastjóra og fá nánari upplýsingar um hvenær hún verði kynnt.  
  3. Rætt um jafnréttistefnu/áætlun fyrir Gróttu. Ákveðið að ítreka við forsvarsmenn félagsins að hefja vinnu við gerð jafnréttisstefnu.
  4. Sameining nefnda á félagssviði í eina nefnd, fjölskyldunefnd, rædd. Jafnréttisnefnd telur að jafnréttismál falli betur að verkefnum á sviði fræðslusviðs að mörgu leyti.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið 18.05

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?