Fara í efni

Jafnréttisnefnd

10. mars 2016

29.(2) fundur Jafnréttisnefndar Seltjarnarness haldinn í Mýrarhúsaskóla eldri, fimmtdaginn 10. mars 2016 kl. 16:30 – 18:30

Mætt voru: Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Karl Pétur Jónsson og Hrafnhildur Stefánsdóttir.

Einnig sat fundinn Snorri Aðalsteinsson félagsmálastjóri.

 

  1. Guðrún B Vilhjálmsdóttir formaður setti fund.
  2. Lagt fram erindi Elísabetar Jónsdóttur, dags. 4.3.16 þar sem kærð er skipan bæjarstjórnar í Öldungaráð Seltjarnarness. Jafnréttisnefnd beinir því til bæjarstjórnar að endurskoða skipan í öldungaráðið með tilliti til gildandi jafnréttisáætlunar.
  3. Endurskoðun jafnréttisáætlunar. Farið yfir ábendingar frá lögfræðingi Jafnréttisstofu varðandi áætlunina, meðal annars með vísan til breytinga á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig voru nokkrar ábendingar um orðalagsbreytingar. Farið yfir áætlunina og gerðar á henni breytingar. Ákveðið að ljúka verkinu á næsta fundi
  4. Formaður sagði frá því að verið sé að undirbúa framkvæmd jafnlaunaúttektar fyrir Seltjarnarnesbæ. Unnt er að ljúka úttekinni í byrjun júní ef skil á gögnum frá bænum berast innan tímafrests. Snorra falið að fylgjast með framgangi málsins.
  5. Ákveðið að halda næsta fund nefndarinnar miðvikudaginn 30. mars n.k.

 

Fleira ekki gert.

 

Fundi slitið  18.30

Snorri Aðalsteinsson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?