Fara í efni

Menningarnefnd

15. október 2018
143. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness mánudaginn 15. október 2018 kl. 17:00
Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigurðsson, Margrét H. Gústavsdóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Karla Aníta Kristjánsdóttir og Cristina Isabel Agueda fulltrúar Ungmennaráðs.
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá:
  1. Málsnúmer 2018100021 Menningarnefnd skiptir með sér verkum, val á varaformanni
    Formaður gerði að tillögu sinni að Guðni Sigurðsson tæki að sér hlutverk varaformanns menningarnefndar og var það einróma samþykkt.
  2. Málsnúmer 2018100057 Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019 Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2019 í næstu Nesfréttum, í dagblöðum, á heimasíðu og netmiðla Seltjarnarnesbæjar nú eftir miðjan október 2018.
  3. Málsnúmer 2018100115 Tillögur Viðreisnar Neslista varðandi menningarmál lagðar fram.
    Bæjarstjóri mætti á fund nefndarinnar undir lið nr. 2018100115 að beiðni formanns, ræddi þær tillögur sem lagðar voru fyrir fundinn af MHG og svarði fyrirspurnum.
    Varðandi tillögu eitt þá upplýsti bæjarstjóri að vinna við félagsheimilið væri nú þegar í gangi hjá sviðstjóra að beiðni bæjarráðs. Tekið jákvætt í að málefni Félagsheimilisins verði skoðuð heilstætt.
    Varðandi tillögu tvö þá óskaði bæjarstjóri eftir nánari útlistun frá MHG til að geta gert samantekt og mun MHG gera það.
    Varðandi tillögu þrjú þá var ákveðið að skoða málið nánar og formaður kalli eftir upplýsingum frá fræðslustjóra, skóla og æskulýðsfulltrúa varðandi lögbundið nám tengt skapandi greinum.
    Varðandi tillögu fjögur þá er sviðsstjóra falið að skýra út á næsta fundi menningarnefndar hvernig fjármagn skiptist tengt mismunandi menningartengdum viðburðum og styrkjum árið 2017.
  4. Málsnúmer 201810017 Bæjarhátíð 2018, sviðsstjóri upplýsir um hvernig til tókst þessa helgi sem bæjarhátíðin stóð yfir.
    Sviðsstjóra þakkað fyrir yfirlitið og þeim sem að málum komu varðandi bæjarhátíðina og fjölskyldudag Gróttu.
  5. Málsnúmer 2018100116 Dagskrá bókasafnsins í október og drög að dagskrá nóvembermánaðar lagðar fram til kynningar
    Sviðsstjóra þakkað fyrir yfirlitið og metnaðarfulla menningartengda dagskrá á bókasafninu.
  6. Önnur mál
    Formaður menningarnefndar leggur til að haldinn verði opinn íbúafundur um stefnu bæjarins í menningarmálum. Nefndarmenn taka vel í það og ákveðið að þróa hugmyndina áfram.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19.10
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?