Fara í efni

Menningarnefnd

06. desember 2021

153. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í fundarsal á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness þriðjudaginn 6. desember 2021 kl. 16.00

Mættir: Guðrún Jónsdottir, Guðni Sigurðsson, Þórdís Sigurðardóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Margrét H. Gústavsdóttir.

María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá:

  1. Málsnúmer 2021100076 - Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2022
    Farið var yfir umsóknir og tilnefningar um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2022 og hann einróma valinn. Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Heiðursathöfn verður haldin í byrjun árs.

  2. Málsnúmer 2021080377 - Bókasafn starfsemin haustið 2021
    Sviðsstjóri upplýsti um starfsemi og menningarviðburði bókasafnsins haustið 2021. Menningarnefnd þakkar fyrir fjölbreytta og vandaða dagskrá á safninu.

  3. Málsnúmer 2021100067 - Umsókn um menningarstyrk, Ómur hafs og strauma
    Menningarnefnd felur sviðsstjóra að fá frekari upplýsingar frá listamanninum.

  4. 2021080052 - Fyrirspurn um útilistaverk við Hrólfsskálavör 2
    Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið að því gefnu að tilskilin leyfi fáist frá viðeigandi aðilum. Nefndin telur lofsvert að einstaklingar fjármagni og setji upp listaverk á Seltjarnarnesi fyrir alla að njóta.

Fundi slitið: 17.25

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?