Fara í efni

Menningarnefnd

32. fundur 20. febrúar 2002

Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Jón Jónsson, Ingveldur Viggósdóttir og Arnþór Helgason. Auk þeirra sátu fundinn Pálína Magnúsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson.

Dagskrá fundarins:           1)  Ársskýrsla Bókasafnsins og Menningarnefndar.

2)     Myndbandið.

3)     Styrktarbeiðni:

Leiklistarfélag Seltjarnarness,

Jón Axel Egilsson.

4)     Önnur mál.

Formaður setti fund kl. 17.40 og var strax gengið til dagskrár.

1.    Lagðar fram ársskýrslur Bókasafns og Menningarnefndar.  Þær yfirfarnar og ræddar og voru fundarmenn ánægðir með efni þeirra.

Engar athugasemdir gerðar.

2.    Myndband um dýralíf á Seltjarnarnesi er um það bil að verða tilbúið til dreifingar.  Rætt um að hafa opinbera sýningu á því, í Valhúsaskóla, um miðjan marsmánuð.  Einnig var rætt um verðlagningu á myndbandinu í almennri sölu.  Verð á svipuðu efni verður haft til hliðsjónar.

3.    Styrkbeiðni:  Samþykkt að veita Leiklistarfélagi Seltjarnarness styrk að upphæð kr. 100.000.- og Jóni Axel Egilssyni einnig kr. 100.000.-

Ingveldur Viggósdóttir upplýsti fundinn um að “æðarkóngur” hafi verið keyptur á s.l. ári fyrir Náttúrugripasafnið.  Hann var uppstoppaður að sjálfsögðu.

Messíana Tómasdóttir bæjarlistamaður lýsti því yfir er hún tók við viðurkenningunni að hún mundi gefa bæjarfélaginu verk eftir sig.  Fól fundurinn Jóni Jónssyni, Hildi Jónsdóttur, Ingveldi Viggósdóttur og Sonju B. Jónsdóttur að heimsækja listakonuna til þess að velja verkið.

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.45

 

Jón Jónsson (sign)  ritari nefndarinnar.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?