Fara í efni

Menningarnefnd

10. fundur 05. maí 1999

Dagskrá fundarins:

  1. Endurnýjun listaverk Lindarbraut / Suðurströnd
  2. Fuglaskoðun 1999.
  3. Kaup á listaverki eftir Hörpu Björnsdóttur
  4. Önnur mál.

Formaður setti fund kl. 17:15 og var þegar gengið til dagskrár:

  1. Skeggrætt um væntanlegt listaverk, sem sett yrði niður á gatnamótum Lindarbrautar og Suðurstrandar. Soðaðar voru myndir af verkum ýmissa myndlistamanna, sem nefndinni höfðu borist. Samkomulag varð um að ræða við Ólöfu Nordal myndlistakonu um leigu á myndverki hennar "Geirfugl", sem komið yrði fyrir á þessum umrædda stað.
  2. Ákveðið að stofna til fuglaskoðunar á vesturströnd Nessins hinn 16. maí n.k. Mun Stefán Bergmann dósent verða til leiðsagnar og e.t.v. Anna Birna Jóhannesdóttir kennari. Óskað verður eftir því að þau sjái um þetta. Þessi skoðunarferð verður auglýst.
  3. Samþykkt að kaupa trélistaverk eftir Hörpu Björgvinsdóttur á kr. 150.000 og yrði það greitt á 2 árum. Umrætt listaverk hefur staðið til sýnis í anddyri Bókasafns Seltjarnarness um nokkurra ára skeið.
  4. Samþykkt að veita Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur styrk að upphæð kr. 50.000 vegna uppfærslu nemenda skóla hennar í Borgarleikhúsi Reykjavíkur á þessu vori.
  5. Formaður lagði fram ársskýrslu menningarnefndar fyrir árið 1998. Var skýrslan rædd og ákveðið að fá úrdrátt úr henni birtan í Nesfréttum á næstunni.

Óskað var eftir því að haft yrði samband við Guðna G. Sigurðsson fyrrum nefndarmann í stjórn Náttúrugripasafns Seltjarnarness varðandi skráningu gripa Náttúrugripasafnsins.

Ingveldur Viggósdóttir sýndi nefndarmönnum nokkur sýnishorn jurta sem Ágúst H. Bjarnason hafði safnað á Seltjarnarnesi, þurrkað og límt á spjöld. nörn jurtanna eru skráð bæði á latínu og íslensku og einnig er getið um hvar þær voru teknar. Einnig fylgdi mappa með upgetningi um hverja jurt fyrir sig.

Ingveldur tjáði fundinum einnig að munir úr Náttúrgripasafninu yrðu til sýnis í Valhúsaskóla á kosningadaginn hinn 8. maí n.k. og verði þess getið á áberandi stað í skólanum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:35.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?