Fara í efni

Menningarnefnd

09. febrúar 2010

101. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2010, kl. 17:10 á bæjarskrifstofunum Seltjarnarnesi.

Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður menningarnefndar sem stýrði fundi, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Guðbjörg Guðmundsdóttir. Óskar J. Sandholt framkvæmdastjóri FMÞ skýrði frá fjárhagsáætlun í 1. lið. Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

Yfirferð starfs- og fjárhagsáætlunar fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs. Málsnúmer 2010020028.
ÓJS reifaði helstu atriði fjárhagsáætlunar fræðslu-, menningar- og þróunarsviðs. Starfs- og fjárhagsáætlun FMÞ var afhent nefndarmönnum.

Tillögur að fundartímum menningarnefndar til vors 2010. (9. febrúar og 27. apríl). Tillögur að fundartímum menningarnefndar er samþykkt samhljóða.

Farfuglinn - ópera. Málsnúmer 2010010059.
Menningarnefnd vísar erindinu til skólanefndar.

Menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2010010058.
Menningarnefnd telur verkefnið áhugavert en ekki er hægt að verða við erindinu.

Styrkumsókn Leiklistarfélags Seltjarnarness. Málsnúmer 2010020044.
Menningarnefnd samþykkir að veita Leiklistarfélagi Seltjarnarness styrk að upphæð kr. 200.000.-  Sjá nánar í 4. grein í Reglum um styrki til lista- og menningarstarfsemi á Seltjarnarnesi.

Formaður segir frá því að bæjarlistamaður Seltjarnarness Freyja Gunnlaugsdóttir hefur þegar heimsótt leikskólann Mánabrekku og spilað þar fyrir leikskólabörn. Þá hefur Freyja verið í sambandi við Tónlistarskóla Seltjarnarness um undirbúning á masterclass. Mun hún einnig spila við guðsþjónustu í Seltjarnarneskirkju innan tíðar og hefur þegar hafið undirbúning að tónleikum sem verða haldnir þar þann 20. maí n.k.

 Fundargerð upplesin og samþykkt

Fundi slitið kl. 18:35

EC

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Guðbjörg Guðmundsdóttir (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?