Fara í efni

Menningarnefnd

19. september 2013

114. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fimmtudaginn 19. september 2013 kl. 08:00

Mættir: Katrín Pálsdóttir, formaður, Bjarni Dagur Jónsson, Þórdís Sigurðardóttir, Haraldur Eyvinds Þrastarson, Gunnlaugur Ástgeirsson og Soffía Karlsdóttir starfsmaður nefndarinnar sem ritar fundargerð.

Dagskrá fundarins:

  1. Erindisbréf menningarnefndar endurskoðað. Málsnúmer: 2013010037
    - Samþykkt.
  2. Skyggnst bak við tunglið. Viðgerð, uppsetning og staðsetning. Málsnúmer: 2008020048
    - Samþykkt að starfsmaður nefndarinnar fái fagmenn til liðs við sig að setja verkið upp og gera við það svo sómi sé að. Verkinu verði komið upp á Menningarhátíð Seltjarnarness 2013.
    - Nefndinni þykir miður hvernig geymslu verksins hafi verið háttað án vitundar hennar og hvetur starfsmenn bæjarins til að ganga vel um eigur bæjarins í framtíðinni.
  3. Beiðni um styrk vegna tónlistar- og dansverks. Málsnúmer: 2013080019
    - Beiðni hafnað þar sem verkefnið rúmast ekki innan fjárveitingar þess ramma sem nefndin hefur.
  4. Dagskrárdrög að Menningarhátíð Seltjarnarness. Málsnúmer: 2012120020
    - Samþykkt.
    - Óskað er eftir að haldið verði utan um aðsókn á viðburði á Menningarhátíðina.
  5. Skýrsla frá 17. júní kynnt. Málsnúmer: 2013030026
    - Samþykkt.
  6. Skýrsla frá Jónsmessu kynnt. Málsnúmer: 2013040009
    - Samþykkt.
  7. Kynning á menningardagskrá Bókasafns Seltjarnarness
    - Samþykkt.
  8. Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2014. Málsnúmer: 2013090043
    - Samþykkt að hefja auglýsingar í fjölmiðlum og heimasíðu undir lok nóvember 2013.
  9. Hátíðahöld vegna 40 ára kaupstaðaréttinda Seltjarnarness 9. apríl. Málsnúmer: 2013030033
    - Nefndin beinir þeirri tillögu til Fjárhags- og launanefndar að í tilefni af 40 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar verði stefnt að því að sjóður um listaverkakaup verði endurvakinn.
  10. Önnur mál
    - Sameining bæjarhátíðar og menningarhátíðar rædd. Starfsmanni falið að skoða hvernig menningarhátíðin í október 2013 gengur og hvort hægt sé að sameina hana bæjarhátíðinni í framtíðinni.
    - Félagsheimili. BDJ spyr um framtíðaráform og viðhald. Rætt um mikilvægi þess að halda húsinu við. Nefndin óskar eftir að fá kynningu á framtíðarsýn og heildarstefnu fyrir félagsheimilið á næsta fundi.


Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:45. S.K.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?