Fara í efni

Öldungaráð

09. nóvember 2020

18. fundur Öldungráðs var haldinn mánudaginn 9. nóvember 2020, kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Seltjarnarness og sem fjarfundur í gegnum Microsoft TEAMS. 

Mættir: Petrea I. Jónsdóttir formaður, Birgir Vigfússon, Magnús Oddsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Bjarni Torfi Álfþórsson, Þóra Einarsdóttir og Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs. 

Gestir fundarins: Halla Thoroddsen, Þórdís Gunnarsdóttir, Halldóra Jóhannesdóttir Sanko, Kristín Hannesdóttir, Róbert Bernhard Gíslason.

Fundi stýrði: Petrea I. Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði: Baldur Pálsson.

Áður en gengið var til dagskrár, kynntu Halla Thoroddsen og Þórdís Gunnarsdóttir heimaþjónustu Sóltúns Heima. Þær viku af fundi að kynningu lokinni.

  1.  Félagsleg heimaþjónusta -málsnr. 2020090211.
    Öldungaráð mælir með því að útboð á félagslegri heimaþjónustu verði kannað.

    Halldóra Jóhannesdóttir Sankó vék af fundi kl. 15:15. 

  2. Tilkynning heilbrigðisráðuneytisins varðandi áform um endurskoðun laga um málefni aldraðra -málsnr. 2020100204.
    Lagt fram til kynningar.

    Kristín Hannesdóttir kom til fundar kl. 15:20. 

  3. Spurningakönnun meðal eldri borgara -málsnr. 2020110043.
    Rætt var um útfærslu á fyrirhugaðri spurningakönnun um félagsstarf eldri bæjarbúa. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs og forstöðukonu félagsstarfs eldri bæjarbúa var falin eftirfylgni við málið. Tillögur um framkvæmd skulu lagðar fyrir á næsta fundi öldungaráðs. 

  4. Fjölþætt heilsuefling 65+ hjá Seltjarnarnesbæ -málsnr. 2020020177.
    Upplýst var um stöðu og framvindu verkefnisins. Verkefnið verður kynnt frekar á næstu dögum og mun hefjast um leið og aðstæður leyfa.

Fleira var ekki tekið fyrir á fundinum. 
Fundi slitið 16:00.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?