Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

11. apríl 2018

Fundargerð 73. fundar Skipulags- og umferðarnefndar, miðvikudaginn 11. apríl 2018, kl. 7.30 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Bjarni Torfi Álfþórsson, Ásgeir Bjarnason, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson byggingarfulltrúi.

Undir lið 1 sat Þóra Þórarinsdóttir frá Ás styrktarfélagi.

Boðuð forföll: fulltrúi ungmennaráðs.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 7.30.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

Skipulagsmál samkvæmt Skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2018010392
    Heiti máls: Kynning á verkefnalýsingu. Breytingar á aðal- og deiliskipulagi vegna búsetukjarna við Kirkjubraut.
    Lýsing: Umsagnarfrestur liðinn. Athugasemdir lagðar fram til umræðu. Undir liðnum mætir Þóra Þórarinsdóttir frá Ás styrktarfélagi.
    Afgreiðsla: Í tilefni af innkomnum athugasemdum óskar nefndin eftir endurskoðun verkefnislýsingar vegna deili- og aðalskipulagsbreytinga vegna búsetukjarna við Kirkjubraut.
  2. Mál nr. 2018020220
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, breytt afmörkun landnotkunar.
    Lýsing: Lögð fram að nýju verklýsing umhverfis- og skipulagssviðs.
    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir.
  3. Mál nr. 2018040089
    Heiti máls: Bollagarðar 73-75, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Byggingarreitur verði afmarkaður undir öllu íbúðarhúsinu og leyfð verði áföst geymsla við norðurhlið hússins.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir áliti Minjastofnunar við útfærslu geymsluskúrs samkvæmt fyrirspurn. Nefndin óskar eftir ítarlegri gögnum um geymsluskúr.
  4. Mál nr. 2017030052
    Heiti máls: Melabraut 12, deiliskipulag Bakkahverfis, nýbygging.
    Lýsing: Umsögn skipulagshöfunda lögð fram.
    Afgreiðsla: Lóðarhafa gert að laga uppdrætti samkvæmt athugasemdum frá skipulagshönnuði hverfisins.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  5. Mál nr. 2018030089
    Heiti máls: Melabraut 54, umsókn um byggingarleyfi, viðbygging.
    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi og teikningar lagðar fram.
    Afgreiðsla: Nefndin felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsóknina í samræmi við deiliskipulag.
  6. Mál nr. 2018030185
    Heiti máls: Lindarbraut 31, umsókn um byggingarleyfi, breyting á gluggum, reyndarteikningar.
    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi og reyndarteikningar lagðar fram.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið í samræmi við deiliskipulag.
  7. Mál nr. 2018040084
    Heiti máls: Lóðarblöð fyrir Eiðistorg.
    Lýsing: Lóðarblöð fyrir Eiðistorg lögð fram til staðfestingar.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.
  8. Mál nr. 2018020002
    Heiti máls: Kirkjubraut 1, fyrirspurn um fastanúmer, fjölgun íbúða og skiptingu bílskúrs.
    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi. Hafnað á fundi 26. febrúar sl. Nýjar teikningar lagðar fram.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda í samræmi við umræðu nefndarinnar.
  9. Mál nr. 2018040073
    Heiti máls: Gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa Seltjarnarnessbæjar.
    Lýsing: Drög að gjaldskrá lögð fram.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.
  10. Mál nr. 2018040111
    Heiti máls: Fornaströnd 1, fyrirspurn um stækkun á þakherbergi.
    Lýsing: Fyrirspurn/stækkun á þakherbergi Fornustrandar 1.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina. Byggingarfulltrúa falið að skoða fyrirspurnina út frá gildandi deiliskipulagi.
  11. Mál nr. 2018040095
    Heiti máls: Tjarnarstígur 10, umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Sótt um að byggja geymslu á lóð.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.
  12. Mál nr. 22017080591
    Heiti máls: Varnarveggur við Sækambi eystri og vestri – sjóvarnir.
    Lýsing: Umsögn Vegagerðar liggur fyrir og er lögð fram.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.
  13. Mál nr. 2018020097
    Heiti máls: Hrólfsskálavör 2, fyrirspurn um heimild til að bæta sjóvörn/brimvörn framan við viðbyggingu.
    Lýsing: Umsögn Vegagerðar liggur fyrir og er lögð fram.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.

    Umferðarmál
  14. Mál nr. 2018020161
    Heiti máls: Endurskoðuð umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar.
    Lýsing: Frestað á síðasta fundi, drög lögð fram að nýju.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 9.00. Næsti fundur nefndarinnar er ákveðinn 16. apríl nk. kl. 7.30.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?