Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

23. maí 2018

Fundargerð 76. fundar skipulags- og umferðanefndar miðvikudaginn 23. maí 2018, kl. 8.15 að Austurströnd 1 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Axel Þórir Friðriksson, Anna Margrét Hauksdóttir, Stefán Bergmann, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

Undir lið 5 mætti Valdimar Harðarson, arkitekt.

Fundergerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:
A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2018050204
    Heiti máls: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, KR-svæðið.
    Lýsing: Verklýsing umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 fyrir KR-svæði, dags. í apríl 2018, lögð fram.
    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd gerir ekki athugasemd að svo stöddu en lýsir áhyggjum yfir auknu byggingarmagni með tilliti til umferðar.
  2. Mál nr. 2017030052
    Heiti máls: Melabraut 12, deiliskipulag Bakkahverfis, staða málsins, m.a. á niðurrifi.
    Lýsing: Lagður fram nýr uppdráttur. Staða málsins, m.a. á niðurrifi.
    Afgreiðsla: Samþykkt að lagfærðum uppdrætti. Byggingarfulltrúa falið að senda svör nefndarinnar við athugasemdum og senda til staðfestingar bæjarstjórnar.
  3. Mál nr. 2018020002
    Heiti máls: Kirkjubraut 1.
    Lýsing: Fyrirspurn um fjölgun íbúða og bílastæði.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurn og umsækjanda bent á að sækja um deiliskipulagsbreytingu. Nefndin lýsir áhyggjum af framgöngu lóðarhafa vegna ósamþykktra teikninga. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
  4. Mál nr. 2018040089
    Heiti máls: Bollagarðar 73-75, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Lagður fram nýr uppdráttur.
    Afgreiðsla: Frestað til næsta fundar. Byggingarfulltrúa falið að ræða við fyrirspyrjanda.
  5. Mál nr. 2017110135
    Heiti máls: Hamarsgata 6-8, auglýsing tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
    Lýsing: Svör við athugasemdum til umræðu. Undir þessum lið mætti Valdimar Harðarson arkitekt og kynnti tillögu lóðarhafa.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að senda svör við athugasemdum og senda til staðfestingar bæjarstjórnar.
  6. Mál nr. 2018050151
    Heiti máls: Skólabraut 4.
    Lýsing: Beiðni um deiliskipulagsbreytingu.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið.
  7. Mál nr. 2018050176
    Heiti máls: Lindarbraut 21.
    Lýsing: Fyrirspurn um bílastæði á lóð.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina, samræmist deiliskipulagi.
  8. Mál nr. 2018050214
    Heiti máls: Miðbraut 30.
    Lýsing: Fyrirspurn um bílastæði á lóð.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur neikvætt í fyrirspurnina. Leyfi fyrir tveimur auka bílastæðum á lóð er aðeins veitt samhliða leyfi fyrir fjölgun íbúða samkvæmt deiliskipulagi.

    BByggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:
  9. Mál nr. 2018050091
    Heiti máls: Vesturströnd 10.
    Lýsing: Fyrirspurn um kvisti og hækkun þaks.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina enda samræmist breytingar deiliskipulagi. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða málið.
  10. Mál nr. 2018050154
    Heiti máls: Bakkavör 5.
    Lýsing: Klæðning húss.
    Afgreiðsla: Nefndin óskar eftir umsögn skipulagshöfundar vegna hverfisverndar í deiliskipulagi.
  11. Mál nr. 2017090204
    Heiti máls: Kirkjubraut 7.
    Lýsing: Fyrirspurn um skúr á lóð.
    Afgreiðsla: Um óleyfisframkvæmd er að ræða. Byggingarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
  12. Mál nr. 2018040190
    Heiti máls: Suðurmýri 52
    Lýsing: Endurnýjun, stækkun húss.
    Afgreiðsla: Frestað milli funda.
  13. Mál nr. 2018050273
    Heiti máls: Nesvegur 103.
    Lýsing: Fyrirspurn um endurbætur á garðhýsi og glugga.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina enda samræmist hún deiliskipulagi. Bent er á að senda inn ítarlegri gögn.

    B. Önnur mál
  14. Mál nr. 2017030003
    Heiti máls: Nesið okkar, íbúakosning.
    Lýsing: Hugmyndum vísað til skipulags- og umferðarnefndar úr íbúakosningu.
    Afgreiðsla: Nefndin þakkar áhugaverðar ábendingar og mun taka þær til skoðunar.
  15. Fyrirspurn frá Ragnhildi Ingólfsdóttur
    Ragnhildur Ingólfsdóttir óskar eftir upplýsingum um hvenær hjúkrunarheimilið verður tekið í notkun.
    Afgreiðsla: Formaður upplýsir að fyrirhugað er að hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í lok árs 2018.
  16. Mál nr. 2017120083
    Heiti máls: Skerjabraut 1-3.
    Lýsing: Sorpgerði.
    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa og sviðsstjóra umhverfissviðs falið að vinna málið áfram með hönnuði hússins.

Fundi slitið kl. 10.13.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?