Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

05. júní 2019

90. fundur skipulags- og umferðarnefndar, haldinn miðvikudaginn 5.6.2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir, Sigríður Sigmarsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Karen María Jónsdóttir og Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs, Ari Hallgrímsson, var fjarverandi.

Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fundur settur kl. 8.02

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019050407

    Heiti máls: Breyting á deiliskipulagi Bakkahverfis.

    Lýsing: Trípólí Arkitektar kynntu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bakkahverfis. Tillögur að íbúðum fyrir lóðir að Melabraut 20 og Valhúsabraut 19.

    Afgreiðsla: Nefndin þakkar góða kynningu frá Trípólí. Umsagnar óskað hjá skipulagshönnuði svæðisins.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  2. Mál nr. 2019040306

    Heiti máls: Unnarbraut 20.

    Lýsing: Umsókn um leyfi til að setja upp vinnustofu í bílskúr.

    Afgreiðsla: Samþykkt að veita leyfi til vinnustofu í bílskúr með þeim skilyrðum að bílskúrshurð með gönguhurð og glugga verði sett í stað eldri hurðar.

  3. Mál nr. 2019020124

    Heiti máls: Lindarbraut 11.

    Lýsing: Umsókn og umsögn Hornsteina lögð fram.

    Afgreiðsla: Í greinargerð Hornsteina kemur m.a. fram:

    1) Fyrirhuguð nýbygging gengur út fyrir skilgreindan byggingarreit.

    2) Í umsókn kemur fram að gert er ráð fyrir því að nýtingarhlutfallið verði 0,775 sem er langt umfram leyfilegt byggingarmagn sem er 0,3.

    3) Umsóknin gerir ráð fyrir fjölbýlishúsi með sex íbúðum sem samræmist ekki heildaryfirbragði hverfisins.

    Umsókn er hafnað á þessum forsendum, enda ekki í samræmi við deiliskipulag. Lögð er áhersla á að byggingarreitur og hámarksnýtingarhlutfall sé virt.

    C.
    Önnur mál

  4. Mál nr. 2019040194

    Heiti máls: Veðurstofa Íslands.

    Lýsing: Uppsetning sjálfvirkrar veðurstöðvar í Gróttu.

    Afgreiðsla: Erindinu vísað til umhverfisnefndar og Umhverfisstofnunar.

  5. Mál nr. 2018030209

    Heiti máls: Ökutækjaleiga við Bollagarða.

    Lýsing: Beiðni um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu, samkvæmt 3.gr. laga nr 65/2015.

    Afgreiðsla: Erindinu hafnað.

  6. Mál nr. 2018050154

    Heiti máls: Bakkavör 5.

    Lýsing: Sótt er um leyfi til að einangra húsið og klæða.

    Afgreiðsla: Nefndin óskar umsagnar Minjastofnunar um breytingartillögu eigenda Bakkavarar 5 sem og minnisblaðs frá deiliskipulagshöfundi. Byggingarfulltrúa falið að kynna hugmyndirnar fyrir eigendum Bakkavarar 3, 7, 9 og 11.

  7. Mál nr. 2019040190

    Heiti máls: Látraströnd 32.

    Lýsing: Kvörtun vegna lóðaframkvæmda.

    Afgreiðsla: Nefndin hvetur íbúa við Látraströnd 30-34 til að ná sátt í framkvæmdum á lóðarmörkum og að farið sé að settum reglum í byggingarreglugerð.

  8. Mál nr. 2016050216

    Heiti máls: Úrskurður Úrskurðararnefndar Umhverfis- og auðlindarmála v/ Nesbala 35.

    Lýsing: Nesbali 35.

    Afgreiðsla: Úrskurður lagður fram til kynningar.

    Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar:

  9. Mál nr. 2019030195

    Heiti máls: Vivaldivöllur.

    Lýsing: Umsókn um stöðuleyfi á blaðamannagámi við Vivaldivöll til 30.09.2019.

    Samþykkt af byggingarfulltrúa 6.05.2019.

    Afgreiðsla: Staðfest.

  10. Mál nr. 2019030195

    Heiti máls: Vivaldivöllur

    Lýsing: Umsókn um stöðuleyfi fyrir miðasölugám við Vivaldivöll til 30.09.2019.

    Samþykkt af byggingarfulltrúa 23.05.2019

    Afgreiðsla: Staðfest.

  11. Fyrirspurn og tillaga frá fulltrúa Samfylkingar – sjá fundargerð síðasta fundar.
    1) Hvar stendur stofnun bílastæðasjóðs Seltjarnarness?
    Svar: Bílastæðasjóðurinn verður tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs 13. júní nk.
    Verið er að útbúa reglur.

    2) Hver gaf leyfi fyrir framkvæmdum á hringtorginu við Snoppu?
    Svar: Verkið var unnið af þjónustumiðstöð bæjarfélagsins undir stjórn og að ósk sviðstjóra umhverfissviðs.

    Fulltrúi Samfylkingar leggur til að byggt verði gott skýli fyrir hjól við Íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Skýlið þarf að veita hjólum öruggt og gott skjól meðan íbúar og aðrir gestir njóta hreyfingar. Staðsetning hjólaskýlisins kæmist vel fyrir í stað söluskálans við Sundlaugina sem nú hefur verið rifinn. Fjöldi bílastæða á svæðinu er gríðarlegur en nægir þó ekki á álagstímum. Gott og öruggt hjólaskýli hvetur til umhverfisvænna og heilsueflandi fararmáta fyrir gesti Íþróttamiðstöðvarinnar.
    Afgreiðsla: Frestað.

  12. Bílastæði eftirvagna og tengivagna. Nefndin felur byggingarfulltrúa að leita eftir samþykkt hjá lögreglustjóra fyrir takmörkunum vegna geymslu á eftirvögnum og tengivögnum á almenningsbílastæðum bæjarins, í þeim tilvikum þar sem slík hýsing þykir valda óþægingdum, óþrifnaði eða hættu.

Fundi slitið kl: 10.10.

Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?