Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

14. ágúst 2019

92. fundur skipulags- og umferðanefndar haldinn miðvikudaginn 14. ágúst 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttur og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur mætti á fundinn kl. 8.00. Vék af fundi kl. 8:18.

Svanhildur Jónsdóttir og Nils Ólafur Egilsson frá VSÓ mættu á fundinn kl. 9:00 undir lið 7. Viku af fundi kl. 9:28.

Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Fundargerð ritaði Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 8:00.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019070077

    Heiti máls: Aðalskipulag Hafnarfjarðar.

    Lýsing: Skipulagslýsing lögð fram til umsagnar – Þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélaga.

    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.

  2. Mál nr. 2019050407

    Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis – breyting vegna Melabrautar 20 og Valhúsabrautar 19.

    Lýsing: Trípólí arkitektar leggja fram tillögu nr. 3 að byggingum á umræddum lóðum.

    Afgreiðsla: Nefndin leggur áherslu á að nýtingarhlutfall sé í samræmi við núgildandi deiliskipulag, sbr. bókun nefndarinnar á 91. fundi þann 3. júlí sl.

  3. Mál nr. 2019080064

    Heiti máls: Deiliskipulag Lambastaðahverfi. Breyting á deiliskipulagi.

    Lýsing: Umsókn um byggingarleyfi vegna bílskúrs við Skerjabraut 7.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

    B.
    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  4. Mál nr. 2019070119

    Heiti máls: Borhola SN5, v/Norðurströnd.

    Lýsing: Ósk um byggingarleyfi.

    Afgreiðsla: Málinu frestað þar til afgreiðslu á deiliskipulagi við Bygggarða er lokið.

    C.
    Önnur mál

  5. Mál nr. 2019010199

    Heiti máls: Hönnunarsamkeppni - nýr leikskóli á Miðsvæði á reit S-3.

    Lýsing: Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur mætti á fundinn kl. 8.00. Vék af fundi kl. 8:18.

    Afgreiðsla: Nefndin þakkar Gesti Ólafssyni fyrir góða kynningu.

  6. Mál nr. 2019050027

    Heiti máls: Umferðaröryggi, umferðarhraði og óviðunandi umferð við Selbraut, Sólbraut og Sæbraut.

    Lýsing: Ábending bæjarbúa til bæjarstjórnar varðandi Selbraut, Sólbraut og Sæbraut.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að kynna hugmyndina fyrir íbúum á svæðinu.

  7. Mál nr. 2019080032

    Heiti máls: Gönguleiðir um Eiðistorg.

    Lýsing: Tillaga frá VSÓ-ráðgjöf lögð fram til kynningar. Svanhildur Jónsdóttir og Nils Ólafur Egilsson frá VSÓ mættu á fundinn kl. 9:00 til að kynna tillögu að gönguleiðum um Eiðistorg. Viku af fundi kl. 9:28.

    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í tillöguna og felur byggingarfulltrúa að vinna málið áfram með hagsmunaaðilum. Nefndin leggur áherslu á að málinu verði flýtt eins og unnt er.

  8. Mál nr. 2018080501

    Heiti máls: Nesvegur 100.

    Lýsing: Óánægja með fá bílastæði og ákvörðun nefndarinnar um bílastæði.

    Afgreiðsla: Erindi lagt fram til kynningar.

  9. Mál nr. 2018090018

    Heiti máls: Sefgarðar 10.

    Lýsing: Heimreiðar ekki í samræmi við skipulag – áður til afgreiðslu. Minnisblað VSÓ lagt fram til kynningar.

    Afgreiðsla: Aðkoma frá Norðurströnd er ekki samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum eða deiliskipulagi. Nefndin felur byggingarfulltrúa að senda eigendum Sefgarða 10 og 12 erindi vegna málsins.

  10. Mál nr. 2019070020

    Heiti máls: Girðing á bæjarmörkum.

    Lýsing: Bréf til lóðarhafa að Granaskjóli 84, dagsett 8. júlí 2019.

    Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

  11. Mál nr. 2019080066

    Heiti máls: Beiðni frá Trimmklúbbi Seltjarnarness.

    Lýsing: Ósk um að setja merki klúbbsins á helstu hlaupaleiðir klúbbsins.

    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í erindið. Byggingarfulltrúa falið að óska eftir nánari upplýsingum varðandi erindið.

    Samþykktir byggingarfulltrúa samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010, til staðfestingar:

  12. Mál nr. 2019080036

    Heiti máls: Valhúsabraut 21

    Lýsing: Umsókn um gluggaskipti. – Samþykki annarra eigenda lögð fram kynningar.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi samþykkir byggingarleyfi 25. júli eftir grenndarkynningu.

    Nefndin staðfestir afgreiðsluna.

  13. Mál nr. 2019040153

    Heiti máls: Austurströnd 4.

    Lýsing: Umsókn um hækkun á lyftuhúsi. Mál í grenndarkynningu.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúi samþykkir byggingarleyfi 15. júli eftir grenndarkynningu.

    Nefndin staðfestir afgreiðsluna.

Fundi slitið kl. 10:09.

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður

Ingimar Sigurðsson

Sigríður Sigmarsdóttir

Þorleifur Örn Gunnarsson

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Sigurður Valur Ásbjarnarson

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?