Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

25. nóvember 2019

Fundargerð 95. fundar skipulags- og umferðanefndar haldinn mánudaginn 25. nóvember 2019 kl. 8.00 að Austurströnd 2 á Seltjarnarnesi.

Mættir: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður, Ingimar Sigurðsson, Sigríður Sigmarsdóttir, Þorleifur Örn Gunnarsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Fjarverandi: Ari Hallgrímsson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs.

Fundargerð ritaði Sigríður Sigmarsdóttir.

Fundur settur kl. 8:00.

Eftirfarandi mál voru tekin fyrir:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2019010347

    Heiti máls: Deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúðar.

    Lýsing: Samþykki umhverfisnefndar á uppdrætti frá 2. október 2019 liggur fyrir ásamt frekari skýringarmyndum frá arkitekt.

    Afgreiðsla: Nefndin samþykkir uppdrátt frá 2. október 2019 og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  2. Mál nr. 2018050359

    Heiti máls: Fyrirhuguð bygging nýs leikskóla.

    Lýsing: Fyrirspurn frá bæjarstjóra um hvort gera þurfi breytingar á staðfestu aðalskipulagi Setljarnarnes varðandi vinningstillögu á reit S-3.

    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd felur skipulagshöfundi að bera saman vinningstillöguna við aðalskipulag.

    Bókun vegna miðbæjarskipulags og nýjum leikskóla

    Skipulag og uppbyggingu nýs leikskóla ætti að gerast samhliða því að miðbæjarskipulagið sé klárað. Samgöngu- og umferðarnefnd var falið að hefja þá vinnu fyrir rúmlega ári og bíður undirritaður spenntur að hefja þá vinnu. Nýtt miðbæjarskipulag gæti falið í sér aðkomu Borgarlínunnar, fjölbreytt verslunarumhverfi, byggingu íbúða o.s.frv. Breytingar á Nesvegi, bygging nýs leikskóla og breytingar við Eiðistorg munu allar þurfa að falla að nýju skipulagi og því eðlilegt að vinna það samhliða þessari vinnu. Nú er tækifæri til að skipuleggja svæðið í heild og skapa í heildarbrag. Þetta er spennandi verkefni sem þarf að vinna í góðri samvinnu við íbúa. Nýtt miðbæjarskipulag þarf að klára og ef rétt er staðið að málum getur bætt sveitarfélagið mikið.

    Þorleifur Örn Gunnarsson – Samfylking Seltirninga

  3. Mál nr. 2019110067

    Heiti máls: Tillaga að nýju deiliskipulagi við Krýsuvíkurberg Hafnarfirði.

    Lýsing: Umrædd tillaga lögð fram til umsagnar.

    Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við umrædda tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

  4. Mál nr. 2019050027

    Heiti máls: Umferðaröryggi, umferðarhraði og óviðkomandi umferð

    Lýsing: Sólbraut og Sæbraut breytt í botnlangagötu. Minnisblað frá VSÓ Ráðgjöf dags. 20.11.2019.

    Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar. Byggingarfulltrúa er falið að boða til fundar með íbúum umræddra gatna um framkomnar hugmyndir í framhaldi af fyrirspurn húseigenda við umræddar götur.

    Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  5. Mál nr. 2018050154

    Heiti máls: Bakkavör 5 – klæðning.

    Lýsing: Ástandsmat utanhúss – Unnið af VSÓ Ráðgjöf í nóvember 2019.

    Afgreiðsla: Skipulags- og umferðarnefnd telur rétt í framhaldi af viðræðum við eigendur og ástandsmats frá VSÓ Ráðgjöf sem nú liggur fyrir að leggja til við bæjarstjórn að aflétta hverfisvernd af Bakkavör 3, 5, 7, 9 og 11.

  6. Mál nr. 2019110091

    Heiti máls: Lambastaðabraut 14.

    Lýsing: Umsókn um niðurrif og ósk um að byggja einbýlishús á einni hæð.

    Afgreiðsla: Niðurrif samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur um nýjar teikningar.

  7. Mál nr.2019040025

    Heiti máls: Sævargarðar 1.

    Lýsing: Sótt er um að endurgera garðstofu.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að óska eftir nánari teikningum.

  8. Mál nr. 2019090280

    Heiti máls: Austurströnd 10.

    Lýsing: Ósk um að byggja glerhýsi á svölum.

    Afgreiðsla: Byggingarfulltrúa falið að senda erindið í grenndarkynningu.

  9. Mál nr. 2019020124

    Heiti máls: Lindarbraut 11.

    Lýsing: Ósk um að byggja tvílyft steinhús og rífa núverandi byggingar á lóðinni.

    Afgreiðsla: Hafnað.

  10. Mál nr. 2019100112

    Heiti máls: Eiðistorg 13-15 - athugasemdir vegna breytinga á húsnæði ÁTVR.

    Lýsing: Til kynningar.

    Afgreiðsla: Málið kynnt.

    B.
    Umferðarmál

  11. Mál nr. 2019080032

    Heiti máls: Gönguleið um Eiðistorg – umferð um Suðurmýri.

    Lýsing: Til kynningar.

    Afgreiðsla: Málið sent til kynningar hjá íbúum bæjarfélagsins.

    D. Önnur mál

  12. Mál nr. 2019100279

    Heiti máls: Umsögn um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II.

    Lýsing: Umsagnar frá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu óskað fyrir Lindarbraut 13.

    Afgreiðsla: Hafnað. Byggingarfulltrúa falið að svara Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu.

  13. Mál nr. 2019110020

    Heiti máls: Lækningaminjasafn.

    Lýsing: Safnamál. Friðrik Friðriksson mætir á fundinn.

    Afgreiðsla: Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með framkomnar hugmyndir að húsnæði Lækningaminjasafns verði tekið undir starfsemi Náttúruminjasafn Íslands. Sú starfsemi fellur sérlega vel að umhverfi svæðisins og samfélaginu. Nefndin tekur vel í tillögur að mæta stækkunarþörf safnsins neðanjarðar, komi til samninga við ríkið.

Fundi slitið kl. 10:15

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður

Ingimar Sigurðsson

Sigríður Sigmarsdóttir

Þorleifur Örn Gunnarsson

Ragnhildur Ingólfsdóttir

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?