Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

04. febrúar 2021

Fundargerð 111. fundar skipulags- og umferðarnefndar fimmtudaginn 4. febrúar 2021 kl. 8:15.

Fjarfundur.

Fundinn sátu: Ragnhildur Jónsdóttir formaður, Ingimar Sigurðsson, Guðrún Brynja Vilhjálmsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Garðar Svavar Gíslason varamaður fyrir Ragnhildi Ingólfsdóttur og Einar Már Steingrímsson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.

Ívar Pálsson, lögmaður, sat fundinn undir umfjöllun um lið 10, 11 og 12.

Ragnhildur Jónsdóttir vék af fundi undir umfjöllun um lið 10.

Fundargerð ritaði: Hervör Pálsdóttir.

Fundur settur kl. 8:18.

Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:

A. Skipulagsmál samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010:

  1. Mál nr. 2020120322
    Heiti máls: Deiliskipulag Bakkahverfis - breyting á deiliskipulagi vegna Melabrautar 16.
    Lýsing: Fyrirspurn um að hækka þak og breyta þannig rishæð í inndregna þriðju hæð með einhallandi þaki í stað núverandi valmaþaks sbr. innsend gögn dags. 28.12.2020.
    Afgreiðsla: Nefndin tekur jákvætt í fyrirspurnina og óskar eftir því að lagður verði fyrir nefndina deiliskipulagsuppdráttur skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  2. Mál nr. 2018100198
    Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri – breyting vegna Suðurmýri 40-46 á heitum og númerum.
    Lýsing: Uppdráttur að breytingu á deiliskipulagi, dags. 25.5.2020, lagður fram að nýju.
    Afgreiðsla: Að mati nefndarinnar er ekki um að ræða breytingu sem varðar hagsmuni annarra en lóðarhafa umræddra lóða. Samþykkt að deiliskipulagstillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010 til eftirtalinna eigenda húsa: Suðurmýri 40a, Suðurmýri 40b, Suðurmýri 42a, Suðurmýri 42b, Suðurmýri 44a, Suðurmýri 44b, Suðurmýri 46a og Suðurmýri 46b. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  3. Mál nr. 2021010122
    Heiti máls: Breytt Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024.
    Lýsing: Kynning á tillögu að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Fannborgarreitur, þróunarsvæði fyrir íbúabyggð (reitur B1-1) og Traðarreitur – vestur, þróunarsvæði fyrir íbúðabyggð (reitur B4) sbr. tölvupóst, dags. 11.1.2021.
    Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

  4. Mál nr. 2020090034
    Heiti máls: Deiliskipulag Lambastaðahverfis – umsókn um breytingu vegna Tjarnarstígs 10.
    Lýsing: Grenndarkynning fór fram frá 14. desember 2020 til 18. janúar 2021. Ein athugasemd barst frá lóðarhafa að Tjarnarstíg 8, dags. 19.1.2021. Lagður fram nýr uppdráttur dags. 1. febrúar 2021 með samþykki nágranna.
    Afgreiðsla: Uppdráttur dags. 1. febrúar 2021 samþykktur. Samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  5. Mál nr. 2020100009
    Heiti máls: Deiliskipulagi Lambastaðahverfis – umsókn um breytingu vegna Tjarnarstígs 11.
    Lýsing: Grenndarkynning fór fram frá 16. desember 2020 til 18. janúar 2021. Engar athugasemdir bárust.
    Afgreiðsla: Uppdráttur dags. 7. desember 2020 samþykktur. Samþykkt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  6. Mál nr. 2021020007
    Heiti máls: Deiliskipulag Stranda – tillaga að breytingu vegna Fornustrandar 8.
    Lýsing: Uppdráttur breyting á deiliskipulagi fyrir Strandir, Fornaströnd 8, dags. 29. janúar 2021 lagður fram.
    Afgreiðsla: Samþykkt að grenndarkynna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum að Fornuströnd 3, 5, 6, 7, 9 og 10 og Látraströnd 7, 9 og 11. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  7. Mál nr. 2021020004
    Heiti máls: Lóðaruppdráttur – spildur A og B við Bygggarða.
    Lýsing: Lóðaruppdráttur, dags. 1. febrúar 2021, ásamt stofnskjali lóðarinnar L209394, lagður fram. Lóðin við Bygggarða, minnkuð þar sem tekið er úr henni land fyrir nýja lóð, spildu A við Bygggarða sem fær landnúmerið L231162.
    Afgreiðsla: Samþykkt og vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  8. Mál nr. 2019010347
    Heiti máls: Aðal- og deiliskipulag Valhúsahæðar og aðliggjandi útivistarsvæða - breyting vegna sambýlis við Kirkjubraut 20 - uppbygging þjónustuíbúðar.
    Lýsing: Drög að aðaluppdráttum lagðir fram til kynningar.
    Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.


    B. Byggingarmál samkvæmt Mannvirkjalögum nr. 160/2010:

  9. Mál nr. 2020120312
    Heiti máls: Austurströnd 14 – umsókn um byggingarleyfi.
    Lýsing: Austurströnd 14 – umsókn um byggingarleyfi, bygging sólskála við íbúð 3.1. sbr. innsend gögn 23.12.2020.
    Afgreiðsla: Hafnað með vísan til 41. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994 þar sem kemur fram að til ákvarðana um breytingar á þinglýstri eignaskiptayfirlýsingu og hlutfallstölum þurfi samþykki allra eigenda. Samþykki allra eigenda liggur ekki fyrir.


    C. Umferðarmál og önnur mál:

  10. Mál nr. 2020030141
    Heiti máls: Kæra vegna synjunar á framlengingu gistileyfis í flokki II að Látraströnd 54. Lýsing: Kæra vegna synjunar á framlengingu gistileyfis í flokki II að Látraströnd 54, fnr. 206-7528, 170 Seltjarnarnesi, dags 29.3.2020 lögð fram. Minnisblað lögmanns Seltjarnarnesbæjar, dags. 3. febrúar 2021, lagt fram.
    Afgreiðsla: Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs, dags. 3. febrúar sl., er samþykkt að taka afgreiðslu umsóknarinnar upp að nýju og kynna fyrir nágrönnum. Grenndaráhrif starfseminnar s.s. á umferð, lykt, hávaða og bílastæði verði metin áður en tekin verður afstaða til umsóknarinnar að nýju. Umsækjanda, ráðuneyti og sýslumanni verði kynnt ákvörðun þessi.

    Ragnhildur Jónsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

    Ívar Pálsson, lögmaður, sat fundinn undir umfjöllun um þennan lið. Hann vék af fundi áður en málið var tekið til afgreiðslu.

  11. Mál nr. 2019100279
    Heiti máls: Umsókn um framlengingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Lindarbraut 13.
    Lýsing: Umsókn um framlengingu rekstrarleyfis fyrir gististað í flokki II að Lindarbraut 13, fnr. 206-7575, 170 Seltjarnarnes, dags 8. október 2019 lögð fram. Minnisblað lögmanns Seltjarnarnesbæjar, dags. 3. febrúar 2021, lagt fram.
    Afgreiðsla: Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs, dags. 3. febrúar sl., er samþykkt að kynna umsóknina fyrir nágrönnum. Grenndaráhrif starfseminnar s.s. á umferð, lykt, hávaða og bílastæði verði metin áður en tekin verður afstaða til umsóknarinnar að nýju. Umsækjanda og sýslumanni verði kynnt ákvörðun þessi.

    Ívar Pálsson, lögmaður, sat fundinn undir umfjöllun um þennan lið. Hann vék af fundi áður en málið var tekið til afgreiðslu.

  12. Mál nr. 2021020002
    Heiti máls: Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis – Hofgarðar 5.
    Lýsing: Umsagnarbeiðni Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna nýs rekstrarleyfis – gisting í fl. II, gististaður án veitinga, skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 1277/2016 sama efnis, lögð fram.
    Afgreiðsla: Með vísan til fyrirliggjandi minnisblaðs, dags. 3. febrúar sl., er samþykkt að kynna umsóknina fyrir nágrönnum. Grenndaráhrif starfseminnar s.s. á umferð, lykt, hávaða og bílastæði verði metin áður en tekin verður afstaða til umsóknarinnar að nýju. Umsækjanda og sýslumanni verði kynnt ákvörðun þessi.

    Ívar Pálsson, lögmaður, sat fundinn undir umfjöllun um þennan lið. Hann vék af fundi áður en málið var tekið til afgreiðslu.

  13. Mál nr. 2021010322
    Heiti máls: Fyrirhugaður aðskilinn göngu- og hjólastígur í Faxaskjól og Sörlaskjól í Reykjavík.
    Lýsing: Erindi Reykjavíkurborgar, dags. 13. janúar 2021, lagt fram.
    Afgreiðsla: Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs falið að afla frekari gagna um erindið og fá afstöðu skipulagshöfunda.


Fundi slitið kl. 9:48.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?