Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

58. fundur 20. janúar 2005

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Stefán Bergmann og Þórður Ólafur Búason, auk þess sat fundinn Einar Norðfjörð framkvæmdastjóri tæknisviðs.

 

 

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson.

 

Dagskrá.

 

  1. Fundur settur
  2. Aðalskipulagsbreyting Hrólfsskálamels og Suðurstrandar,  framhald frá síðasta fundi.
  3. Önnur mál.
  4. Fundi slitið

1. Fundur settur af formanni kl. 08:05

2. Fulltrúar N lista lögðu fram eftirfarandi frestunartillögu á liðum c og d  í tillögu D lista frá síðasta fundi:

Fulltrúar NESLISTANS leggja fram frestunartillögu á liðum c og d. í tillögu meirihluta sjálfstæðismanna um “Aðalskipulagsbreytingu Hrólfskálamels og Suðurstrandar”

Fulltrúar Neslistans gera þá tillögu að afgreiðslu á  liðum c og d liðar verði frestað til næsta fundar skipulags- og mannvirkjanefndar úr því skipulags- og mannvirkjanefnd á ekki að taka afstöðu til þessara þátta né að gefa Alta veganesti um tilhögun. Við teljum að forsenda þess að geta afgreitt tillöguna sé sú að fá að sjá efnislegar tillögur  m.a. um  fyrirkomulag kynningmála sem og að skilgreint sé hvert sé markmið með rýnihópnum, hvert sé formlegt hlutverk hans sem og hverjir skuli skipa þennan hóp. 

Fulltrúar Neslistans telja að tillögur er felast í liðum a og b þarfnist ekki frekari skýringa og að undir þær megi taka.

Fulltrúar Neslistans telja tillögur þær sem felast undir liðum c og d í tillögum meirihlutans það óljósar og þokukenndar að ekki sé hægt að taka þær til efnislegrar afgreiðslu fyrr en ljóst er hvað þær raunverulega þýða, en ekki er hægt að ráða af orðalaginu hvernig merihlutinn ætlar að “efna til opinnar umræðu, samvinnu og frekari samráðs við íbúa um umrædd skipulagsáform” eins og segir í greinagerð þeirra með tillögunni: 

c. liður:                    “Skipulagsnefnd stefni að kynninguá drögum að heildarstefnu og uppbyggingarkostum með almennum hættiog óski eftir ábendingum og athugasemdum íbúa við stefnudrögum með hliðsjón af öðrum kostum  Ráðgjöfum Alta verði falið að leggja fram hugmyndir um hvernig staðið verði að að kynningu

d. liður                     “Skipulagsnefnd komi á fót rýnihóp bæjarbúa. Ráðgjöfum Alta verði falið að leggja fram hugmynd að stærð og skipan hópsins. Skipulagsnefnd fjalli um athugasemdir bæjarbúa og nýti rýnihópinn til samráðs um verkefnið áður en til afgreiðslu kemur.”

Guðrún Helga Brynleifsdóttir  Stefán Bergmann

Tillagan felld með atkvæðum meirihluta gegn atkvæðum minnihluta.

Tillaga D lista frá síðasta fundi tekin fyrir og samþykkt með atkvæðum meirihluta gegn atkvæðum minnihluta.

3. Einar Norðfjörð lagði fram til kynningar breytingar á aðalskipulagi Garðabæjar, í og við Urriðaholt með hliðsjón af svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar.

4. Fundi slitið kl. 08:55

Inga Hersteinsdóttir (sign)                       Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)           Stefán Bergmann (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?