Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

85. fundur 16. febrúar 2006

85. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.                                                       

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson 

Dagskrá:

1.         Fundur settur.

2.         Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024. Teknar fyrir tillögur að svörum við athugasemdum sem bárust vegna aðalskipulagsins.

3.         Önnur mál.

4.         Fundi slitið.

1. Fundur settur af formanni kl. 08:05

2. Teknar fyrir tillögur að svörum við athugasemdum sem bárust vegna aðalskipulags.  Á fundinn voru mættar Hlín Sverrisdóttir og Sigurborg K. Hannesdóttir frá Alta. Tillögurnar ræddar og samþykktar með áorðnum breytingum og aðalskipulagstillögunni vísað til bæjarstjórnar. GHB vék af fundi.  Rætt um breytingar á greinargerð aðalskipulagsins í samræmi við framkomnar athugasemdir og þær samþykktar og einnig vísað til bæjarstjórnar.  Fulltrúar Alta viku af fundi. 

3. Önnur mál.

a. Lögð fram áætlun um fundardaga nefndarinnar árið 2006.

b. Lagt fram erindi frá Reykjavíkurborg varðandi breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, varðandi Vatnsmýri – austursvæði.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindi Reykjavíkurborgar.

4. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:10

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?