Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

88. fundur 06. apríl 2006

88. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 6. apríl 2006 kl. 08:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
                                                      

Mættir: Inga Hersteinsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Þórður Ó. Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir, Stefán Bergmann og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi. 

Fundargerð ritaði Ingimar Sigurðsson

 

Dagskrá:

1.         Fundarsetning

2.         Deiliskipulag  Hrólfsskálamel.

3.         Hafnarfjarðarbær óskar eftir athugasemdum  og ábendingum ef einhverjar eru vegna áætlana aðalskipulags sem leiða til óverulegra frávika vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

4.         Tekin fyrir að nýju umsókn frá Steinþóri Gunnarssyni og Elínrós Líndal  Bollagörðum 14 um byggingu sólstofu.

5.         Umsókn  frá  Snorra Karlssyni fh. Símans hf. um breytingu  á eignarhluta 0102 pósthús á Eiðistorgi 13-15.

6.         Umsókn frá Sighvati Bjarnasyni  vegna viðbyggingar við  Nesbala 112.

7.         Umsókn frá Ástu Pétursdóttur, Kolbeinsmýri 5 Seltjarnarnesi um byggingu einbýlishúss að Nesbala 36,  Seltjarnarnesi.

8.         Umsókn frá Jóhanni Hákonarsyni Suðurmýri 12 a um lokun á bílskýli að Suðurmýri 12 a Seltjarnarnesi.

9.         Umsókn Erlendar Gíslasonar og Kristjönu Skúladóttur um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Bollagarða 24, Seltjarnarnesi.

10.     Önnur mál.

a.       Erindi frá Spotlitur ehf. um ósk um samstarf um húsnæði.

11.     Fundarslit

 

1. Fundur settur af formanni kl. 08:00

 

2. Rætt um deiliskipulagstillögur, sem lagðar voru fram á síðasta fundi.  Formanni falið að koma hugmyndum nefndarmanna á framfæri við deiliskipulagshönnuði og leggja fyrir næsta fund.

 

3. Lagt fram erindi frá Hafnarfjarðarbæ þar sem óskað er eftir athugasemdum og ábendingum vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar.  Um er að ræða breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og gerir nefndin ekki athugasemdir.

 

4. Tekin fyrir að nýju umsókn Steinþórs Gunnarssonar og Elínrósar Líndal um byggingu sólstofu.  Fyrir liggi samþykki nágranna og er því umsóknin samþykkt.

 

5. Tekið fyrir erindi frá Snorra Karlssyni f.h. Símans um breytingu á eignarhluta 01 02 á Eiðistorgi 13-15.  Erindinu frestað og byggingafulltrúa falið að afla frekari gagna.

 

6. Lögð fram umsókn frá Sighvati Bjarnasyni vegna viðbyggingar við Nesbala 112.  Samþykkt að senda í grenndarkynningu.

 

7. Lögð fram umsókn frá Ástu Pétursdóttur, Kolbeinsmýri 5 um byggingu einbýlishúss að Nesbala 36.  Umsókninni synjað á grundvelli skipulags- og byggingaskilmála.

 

8. Lögð fram umsókn frá Jóhanni Hákonarsyni, Suðurmýri 12a um lokun á bílskýli að Suðurmýri 12a.  Erindið samþykkt.

 

9. Lögð fram umsókn frá Erlendi Gíslasyni og Kristjönu Skúladóttur um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Bollagarða 24.  Erindinu frestað til næsta fundar.

 

10. Önnur mál:

a.       Lagt fram erindi frá Spotlitur ehf. um ósk um samstarf um húsnæði.  Erindinu er synjað.

 

11. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10:33

Inga Hersteinsdóttir (sign)

Ingimar Sigurðsson (sign)

Þórður Ó. Búason (sign)

Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?