Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

114. fundur 08. nóvember 2007

114. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar haldinn fimmtudaginn 08, nóvember 2007 kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.      

Mættir: Ingimar Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Erna Gísladóttir, og Einar Norðfjörð byggingafulltrúi.

Fundargerð ritaði Einar Norðfjörð.

 

Dagskrá:

  1. Fundarsetning
  2. Deiliskipulagsmál.
    a)  Bygggarðasvæði.
    b)  Forsögn að deiliskipulagi Vestursvæða.
  3. Erindi frá Högna Óskarssyni Sæbraut 1 um breytingu á gluggum hússins að Sæbraut 1 samkv. uppdráttum Jóns Þórs Þorvaldssonar arkitekts.                                    
  4. Umsókn frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni Unnarbraut 17 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 19 við Unnarbraut samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. 
  5. Umsókn frá byggingarfélaginu Smára ehf. Vattarási 5 Garðabæ um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut samkv. uppdráttum Sigurðar Kjartanssonar byggingarfræðings.
  6. Fyrirspurn frá Ólafi Inga Ólafssyni Fornuströnd 6 um leyfi til að stækka húsið að Fornuströnd 6 og byggja bílskýli samkv. uppdráttum Úlriks Arthúrssonar arkitekts.
  7. Umsókn frá ORK ehf. Lágmúla 6 Rvk. um byggingu fjölbýlishúss á lóðinni nr. 1-3 við Skerjabraut samkv. uppdráttum Sigbjörns Kjartanssonar arkitekts.
    Ennfremur er sótt um heimild til niðurrifs húsanna að Skerjabraut 1 og 3.
  8. Fyrirspurn frá Orra Árnasyni arkitekti varðandi byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut.

 

  1. Fundur settur af formanni kl. 8:10.

  2. Deiliskipulagsmál.
    a)  Deiliskipulag Bygggarðasvæðis.
    Á fundinn mætti höfundur deiliskipulagstillögunnar, Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt og gerði hann grein fyrir tillögunni. Vék Ögmundur síðan af fundi.

    Tvær tillögur voru lagðar fram, annars vegar frá formanni og hins vegar frá ÓE.

    Tillaga formanns var eftirfarandi:

    Skipulags- og mannvirkjanefnd tekur jákvætt í að auglýsa framlagða deiliskipulagstillögu fyrir Bygggarða að undangenginni kynningu fyrir hagsmunaaðila á svæðinu. Skal sú kynning fara fram á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar í samstarfi við Þyrpingu innan 2ja vikna.

    Jafnframt mun nefndin standa fyrir opnum kynningarfundi um skipulagstillöguna fyrir aðra bæjarbúa.

    Jafnframt tekur nefndin jákvætt á að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness, sem felur í sér að hluti byggðarinnar á skipulagssvæðinu við Bygggarða megi vera allt að 4 hæðir, þó ekki meira en 10% af heildar fermetrafjölda. Nefndin samþykkir að fela Hlín Sverrisdóttur að vinna umrædda tillögu á breytingu á aðalskipulagi.

    Greinargerð:

    Í nýsamþykktu aðalskipulagi Seltjarnarness er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Bygggarðasvæðinu verði 0,8 og hæð húsa 2-3 hæðir.

    Með þessari samþykkt nefndarinnar vill hún gefa íbúum Seltjarnarness tækifæri til þess að tjá sig um efni hennar og þar með talið hugsanlegar breytingar á aðalskipulagi bæjarins, á grundvelli formlegrar auglýsingar í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

    Nefndin mun taka endanlega afstöðu til tillögunnar að loknum athugasemdafresti.

    Til málamiðlunar, vegna framkominna sjónarmiða, lagði Ólafur Egilsson fram eftirfarandi tillögu:

    Skipulags- og mannvirkjanefnd ákveður að kynna framlagða skipulagstillögu Bygggarða fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og öðrum bæjarbúum sem áhuga hafa á málinu. Sú kynning skal fara fram á vegum skipulags- og mannvirkjanefndar í samstarfi við þá sem unnið hafa að undirbúningi, innan tveggja vikna.

    Gefist ekki við kynninguna tilefni til annars, tekur nefndin jákvætt í að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Seltjarnarness, sem felur í sér að hluti byggðarinnar á skipulagssvæðinu við Bygggarða megi vera allt að 4 hæðir, þó ekki meira en 10% af heildar fermetrafjölda.

    Nefndin samþykkir að fela Hlín Sverrisdóttur að vinna að ofangreindum málum eftir því sem þörf reynist.

    Greinargerð:

    Í nýsamþykktu aðalskipulagi Seltjarnarness er gert ráð fyrir að nýtingarhlutfall á Bygggarðasvæðinu verði 0,8 og hæð húsa 2-3 hæðir.

    Með þessari samþykkt nefndarinnar vill hún gefa íbúum Seltjarnarness tækifæri til þess að tjá sig um efni hennar og þar með talið hugsanlegar breytingar á aðalskipulagi bæjarins.

    Nefndin mun taka endanlega afstöðu til tillögunnar að loknum athugasemdafresti.

    Greidd voru atkvæði um tillögu formanns þar sem hún gengur lengra.

    Tillaga formanns var samþykkt með 3 atkvæðum, ÓE og SB voru á móti.

    Eftirfarandi bókanir voru lagðar fram:

    Bókun fulltrúa Neslistans.

    Fram komnar tillögur að deiliskipulagi Bygggarðasvæðisins, sem hagsmunaaðilum var falið að vinna, sprengja ramma aðalskipulags og gera ráð fyrir 4 hæða húsum á hluta svæðisins og óvenju fyrirferðarmiklum. Haldið er til streitu miklu byggingarmagni og nær fyrirhuguð stöllun niður í 2 hæðir á endahúsum ekki að draga úr áhrifum hins mikla byggingarmagns, sem gerir byggingarsvæðið íþyngjandi í umhverfi sínu. Ég tel að skipulags- og mannvirkjanefnd eigi að vinna betur úr þessu máli áður en kemur til formlegrar auglýsingar sem festir tillöguna óneitanlega í sessi. Það á ekki að kippa að sér höndum nú heldur að vinna betur.

                                         Se
    fán Bergmann.

    Bókun Ólafs Egilssonar:  

    Mikilvægt er að vandað sé til meðferðar skipulagsmála bæjarfélagsins og kappkostað að vinna þau í sem víðtækustu samráði og sátt við bæjarbúa. Um er nú að ræða mótun nýs bæjarhverfis sem liggur að helsta útivistar- og náttúruverndarsvæði bæjarins. Varðar því alla bæjarbúa nokkru hvernig til tekst. Þess vegna er happasælla, að þeir fái tækifæri til að koma ábendingum sínum á framfæri meðan skipulagið er ennþá á mótunarstigi, fremur en að beðið sé með slíkt eftir hinu lögbundna og formlega athugasemda- og kæruferli, þegar minna svigrúm er orðið til að bregðast jákvætt við sjónarmiðum sem fram koma.

    Áformaðir kynningarfundir hafa ekki farið fram og liggur því hvorki fyrir vitneskja um viðhorf beinna hagsmunaaðila á skipulagssvæðinu, nema þess sem skv. samkomulagi við Seltjarnarnesbæ hefur haft forgöngu um vinnu við deiliskipulagið, né skoðanir þeirra bæjarbúa sem munu láta sig málið skipta. Því er ekki rétt að líta á framkomna deiliskipulagstillögu sem fullfrágengna,enda yrði þá ekki séð hvaða tilgangi samráðin eiga að þjóna.

    Ennfremur liggur m.a. fyrir að ekki er fulllokið við að semja skýringar sem þurfa að fylgja deiliskipulastillögunni og sömuleiðis bíður nefndin tölvumynda sem gera munu kleift að átta sig á útliti byggðarinnar frá tilteknum sjónarhornum.

    Ákvarðanir sem lúta að auglýsingu deiliskipulags og breytinga á aðalskipulagi eru því ekki tímabærar.

                                            
    Ólafur Egilsson

    b)  Forsögn að deiliskipulagi Vestursvæða. 

    Á fundinn mættu landsslagarkitektarnir Ragnhildur Skarphéðinsdótti og Kristín Þorleifsdóttir frá Hornsteinum og gerðu þær grein fyrir tillögu að forsögn að deiliskipulagi Vestursvæða sem unnin var í samstarfi Hornsteina og skipulags- og mannvirkjanefndar.

    Viku Ragnhildur og Kristín síðan af fundi.

    Forsögnin var samþykkt samhljóða og Hornsteinum og VSÓ falin áframhaldandi vinna við gerð deiliskipulagsins.

  3. Erindi frá Högna Óskarssyni Sæbraut 1 um breytingu á gluggum hússins að Sæbraut 1 acronym title="samkvæmt">skv. uppdráttum Jóns Þórs Þorvaldssonar arkitekts. Samþykkt.

  4. Umsókn frá Björgu Fenger og Jóni Sigurðssyni Unnarbraut 17 um byggingu einbýlishúss á lóðinni nr. 19 við Unnarbraut samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts.

    Samþykkt með 4 akvæðum.SB sat hjá

  5. Umsókn frá byggingarfélaginu Smára ehf. Vattarási 5 Garðabæ um byggingu 4ra íbúða húss á lóðinni nr. 27 við Melabraut samkv. breyttum uppdráttum Sigurðar kjartanssonar byggingarfræðings.

    Samþykkt. Jafnframt er fellt úr gildi byggingarleyfi frá 16. ágúst 2007.

  6. Fyrirspurn frá Ólafi Inga Ólafssyni Fornuströnd 6 um leyfi til að stækka húsið að Fornuströnd 6 og byggja bílskýli samkv. uppdráttum Úlriks Arthúrssonar arkitekts.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir fullkomnari uppdráttum til að senda í grenndarkynningu.

  7. Umsókn frá ORK ehf. Lágmúla 6 Rvk. um byggingu fjölbýlishúss á lóðinni nr. 1-3 við Skerjabraut samkv. uppdráttum Sigbjörns Kjartanssonar arkitekts.

    Ennfremur er sótt um heimild til niðurrifs húsanna að Skerjabraut 1 og 3.

    Skipulags- og mannvirkjanefnd óskar eftir frekari gögnum varðandi hæðarsetningu hússins ásamt nánari útfærslu á bílastæðum.

    Samþykkt að heimila niðurrif húsanna að Skerjabraut 1 og 3.

  8. Fyrirspurn frá Orra Árnasyni arkitekti varðandi byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut.

    Samþykkt að óska eftir áliti höfundar deiliskipulags svæðisins á fyrirspurninni.

  9. Fundi slitið kl. 10:35

 

Ingimar Sigurðsson (sign)

Ólafur Egilsson  (sign)

Þórður ó. Búason (sign)

Stefán Bergmann  (sign)

Erna Gísladóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?