Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

120. fundur 22. maí 2008

120. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn fimmtudaginn 22. maí 2008 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Dagskrá

  1. Fundarsetning.
  2. Deiliskipulagsmála.
    a.   Bygggarðasvæði.
    b.   Deiliskipulag sunnan Hæðarbrautar. Fyrirspurn um byggingu 5 raðhúsa á lóðunum Valhúsabraut 19 og Melabraut 20.
    c.   Lóð lækningaminjasafns. Niðurstaða auglýsingar. Drög að svörum.
    d.  Deiliskipulag vestursvæða.
  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Úlfari Aðalsteinssyni Sefgörðum 22 um stækkun hússins að Sefgörðum 22 samkv. uppdráttum Ragnars Ómarssonar byggingarfræðings. Niðurstaða grenndarkynningar.
  4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Óskari Sandholt framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs f.h. skólanefndar Seltjarnarness um breytingu á umferðarskipulagi á horni Nesvegar og Kirkjubrautar sem unnin er af  Gunnari Inga Ragnarssyni verkfræðingi.
  5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Páli Þórólfssyni og Katrínu Gunnarsdóttur Miðbraut 17 um byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut samkvæmt uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts.  Niðurstaða úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála.
  6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Íslenskum aðalverktökum hf. um byggingu fjölbýlishúss að Hrólfsskálamel 1-7 samkvæmt uppdráttum Ögmundar Skrphéðinssonar arkitekts.
  7. Umsókn frá Sigurjóni Alfreðssyni og Margréti Kristmannsdóttur Sævargörðum 11 um stækkun hússins að Sævargörðum 11 samkvæmt uppdráttum Magnúsar Jónssonar byggingartæknifræðings.
  8. Erindi frá Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsstjóra Garðabæjar vegna óverulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Færsla Álftanesvegar við Garðaholt. Umhverfisskýrsla.
  9. Tekið fyrir að nýju erindi frá Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa f.h. menningarnefndar Seltjarnarness varðandi staðsetningu útilistaverksins ,,Skyggnst bak við tunglið” eftir Sigurjón Ólafsson.
  10. Erindi frá Snorra Aðalsteinssyni f.h. vinnuhóps um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi, vegna lóðar fyrir hjúkrunarheimili.
  11. Erindi frá Petreu Ingibjörgu Jónsdóttur f.h.Slysavarnardeildarinnar  Vörðunnar, varðandi umhverfi Mýrarhúsaskóla.
  12. Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á vegstæði á hluta Suðurstrandar.
  13. Erindi frá Ásthildi Kristjánsdóttur Melabraut 8 varðandi skjólveggi á lóðarmörkum, leyfi fyrir garðhýsi á nágrannalóðog umgengi á lóðum.
  14. Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.

 

  1. Fundur settur af formanni kl. 8:10.

  2. Deiliskipulagsmál.   
    a.   Bygggarðasvæði
    Staðan í deiliskipulagsmálum svæðisins rædd. Byggingarfulltrúa falið svara bréfum sem borist hafa frá hagsmunaaðilum.
    b.   Deiliskipulag sunnan Hæðarbrautar.
    Tekin fyrir greinargerð Valdísar Bjarnadóttur arkitekts um stöðu og    framvindu málsins.
    Ennfremur var lögð fram fyrirspurn um byggingu 5 raðhúsa á lóðunum Valhúsabraut 19 og Melabraut 20. Ekki var tekin afstaða til málsins þar sem unnið er að deiliskipulagi hverfisins í heild.
    c.   Lóð lækningaminjasafns. Niðurstaða auglýsingar. Drög að svörum.
    Á fundin mættu arkitektarnir Sigurður Kolbeinsson og Ásdís H. Ágústsdóttir ásamt Ívari Pálssyni hdl.
    Gerðu þau grein fyrir þeim athugasemdum sem bárust við auglýsingu á deiliskipulagi lóðarinnar svo og tillögum að svörum.  Viku gesti síðan af fundi.  
    Svörin voru samþykkt með 2 atkvæðum, Erna og Stefán sátu hjá. Byggingarfulltrúa falið að senda svörin út.
    d.   Deiliskipulag vestursvæða.
    Haldið var áfram umræðu um greinargerð að deiliskipulagi vestursvæða ásamt drögum að þemakortum frá síðasta fundi. Samþykkt var að boða höfunda deilskipulagsins á næsta fund nefndarinnar.

  3. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Úlfari Aðalsteinssyni Sefgörðum 22 um stækkun hússins að Sefgörðum 22 samkv. uppdráttum Ragnars Ómarssonar byggingarfræðings. Niðurstaða grenndarkynningar. Engin athugasemd barst og er umsóknin samþykkt.

  4. Tekið fyrir að nýju erindi frá Óskari Sandholt framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs f.h. skólanefndar Seltjarnarness um breytingu á umferðarskipulagi á horni Nesvegar og Kirkjubrautar sem unnin er af Gunnari Inga Ragnarssyni verkfræðingi. Samþykkt samhljóða.

  5. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Páli Þórólfssyni og Katrínu Gunnarsdóttur Miðbraut 17 um byggingu tvíbýlishúss á lóðinni nr. 28 við Miðbraut samkv. uppdráttum Orra Árnasonar arkitekts. Niðurstaða úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. Þar sem fyrir liggur niðurstaða úrskurðarnefndarinnar varðandi deiliskipulag Vesturhverfis er umsóknin samþykkt samhljóða.

  6. Tekin fyrir að nýju umsókn frá Íslenskum aðalverktökum hf. um byggingu fjölbýlishúss að Hrólfsskálamel 1-7 samkv. uppdráttum Ögmundar Skarphéðinssonar arkitekts. Samþykkt samhljóða.

  7. Umsókn frá Sigurjóni Alfreðsyni og Margréti Kristmanndóttur Sævargörðum 11 um stækkun hússins að Sævargörðum 11 samkvæmt uppdráttum Magnúsar Jónssonar byggingartæknifræðings. Samþykkt samhljóða.

  8. Erindi frá Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsstjóra Garðabæjar vegna óverulegrar breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Færsla Álftanesvegar við Grafarholt. Umhverfisskýrsla.  
    Skipulags- og mannvirkjanefnd gerir ekki athugasemdir.

  9. Tekið fyrir að nýju erindi frá Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúa f.h. mennigarnefndar Seltjarnarness varðandi staðsetnigu útilistaverksins        ,, Skyggnst bak við tunglið” eftir Sigurjón Ólafsson.
    Byggingarfulltrúa falið að gera menningarnefnd grein fyrir viðhorfi skipulags- og mannvirkjanefndar til málsins.

  10. Lagt fram erindi frá Snorra Aðalsteinssyni f.h. vinnuhóps um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi, vegna lóðar fyrir hjúkrunarheimili.

  11. Lagt fram erindi frá Petreu Ingibjörgu Jónsdóttur f.h. Slysavarnardeildarinnar Vörðunnar, varðandi umhverfi Mýrarhúsaskóla.

  12. Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á vegstæði á hluta Suðurstrandar.    
    Þórður vék af fundi.

  13. Erindi frá Ásthildi Kristjánsdóttur Melabraut 8 varðandi skjólveggi á lóðarmörkum, leyfi fyrir garðhýsi á nágrannalóð og umgengni á lóðum.    Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

  14. Lögð fram tillaga Vegagerðarinnar að matsáætlun fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar. Stefáni falið að koma athugasemdum nefndarinnar á framfæri.

  15. Lagt fram bréf frá Gunnari Inga Jóhannssyni hrl. f.h. Ástu Pétursdóttur vegna húsbyggingar á lóðinni nr. 36 við Nesbala.

  16. Ingimar Sigurðsson formaður skipulags- og mannvirkjanefndar gerðinefndarmönnum grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að segja sig úr nefndinni. Voru Ingimari færðar þakkir fyrir vel unnin störf í nefndinni.

  17. Fundi slitið kl. 10:40

Ingimar Sigurðsson (samkv.), Þórður Ó Búason (sign), Stefán Bergmann (sign), Erna Gísladóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?