Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

15. apríl 2009

131. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar var haldinn miðvikudaginn 15. apríl 2009 kl. 8:00 í fundarsal Bókasafns Seltjarnarness.

Mættir:
Ólafur Egilsson formaður, Stefán Bergmann, Þórður Ó. Búason, Friðrik Friðriksson, Sigurður J. Grétarsson í fjarveru Ernu Gísladóttur, svo og Ólafur Melsteð skipulagsstjóri og nýráðinn verkfræðingur bæjarins Stefán Eiríkur Stefánsson sem var boðinn velkominn til starfa..

Fundargerð ritaði Stefán Eiríkur Stefánsson.

Fundur settur af formanni kl. 8:10.

Dagskrá:

  1. Kynning á tillögu að breytingu aðalskipulags Álftaness 2005-2024 vegna fráveitu, erindi frá Sveitarfélaginu Álftanes. 
    Umræða var um auglýsta kynningu frá Sveitarfélaginu Álftanes. Kynningin felur í sér þá breytingu að sjólögn verður lögð frá Álftanesi til Reykjavíkur.  Ákveðið var að fela ÓM að afla nánari upplýsinga til glöggvunar á hvernig málið snertir hagsmuni Seltjarnarnesbæjar. Málinu er því frestað.
  2. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins: Kársnes, Kópavogur, veruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
    ÓE og SB  kynntu umræður og niðurstöður fundar Samvinnunefndar um svæðaskipulags höfuðborgarsvæðisins um málið. Meðal helstu breytinga má nefna, að landfylling við Kársnes er komin undir 9 he og íbúðum verulega fækkað,  þannig að  umtalsverður samdráttur verður á umferð. Með breytingunum er komið til móts við athugasemdir sem m.a. Seltjarnarnesbær hafði gert, sbr. fg. 17. fundar samvinnunefndarinnar. Nefndin gerir ekki frekari athugasemdir en áréttar mikilvægi ítarlegra náttúrufræðirannsókna við undirbúning slíkra skipulagsbreytinga og að haldið sé opnum möguleikum til samgöngubóta á höfuðborgarsvæðinu.
  3. Tillaga að skipulagsreglum fyrir Reykjavíkurflugvöll, erindi frá Flugstoðum.
    ÓM kynnti málið. Verið er að undirbúa skipulagsreglur fyrir Reykjavíkurflugvöll byggðar á alþjóðasamningum og -reglum.  Í áformuðum skipulagsreglum kemur m.a. fram aðflugssvæði, nærsvæði og hömlur þeim tengdar.   Áskilja þær m.a. samráð um húsahæð á hluta Seltjarnarness og geta leita leitt til takmarkana..
    Nefndin taldi ekki ástæðu til athugasemda.
  4. Deiliskipulagsmál:
    a. Staða deiliskipulagsmála í vinnslu:
          i.  Lambastaðahverfi og ii. Bakkahverfi
          Farið var yfir fáein óleyst atriði m.a. í ljósi þess sem fram hefur komið á fundum með íbúum.  Útlit er fyrir
          að unnt verði að auglýsa deiliskipulagstillögur hverfanna í sumar.
    b. Vestursvæði
    Deiliskipulagstillaga fyrir svæðið hefur verið auglýst og rennur frestur til athugasemda út 21. maí nk.
  5. Byggingamál:
    a.       Kirkjubraut 3, breyting á húsi og viðbygging.
    Nefndin telur að áformuð staðsetning bílskúrs feli í sér stílbrot götumyndarinnar. ÓM er falið að kynna hönnuði þessa athugasemd nefndar við málið í því skyni að bílskúrinn verði lengra frá gangstétt í línu við nærliggjandi  hús. b.      Suðurmýri 4, bygging bílskúrs
    Málið er í grenndarkynningu
    c.       Lindarbraut 11, viðbygging
    Ákveðið að leita álits Ívars Pálssonar lögmanns varðandi óljós lóðamörk milli fasteignanna nr. 9 og 11.
    d.      Tjarnarstígur 1, breyting á gluggum og bygging svala
    ÓM falið að kynna málið fyrir deiliskipulagshöfundum.
    Ákveðið var að taka málið fyrir aftur á næsta fundi.
    e.       Vesturströnd 29, bygging sólstofu
    Samþykkt samþljóða að setja málið í grenndarkynningu
    f.       Hjúkrunarheimili (staða mála)
    ÓM kynnti stöðu mála. Eftir forval vinna fimm arkitektateymi nú að tillögum um gerð hjúkrunarheimilisins í samkeppni: Ask Arkitektar ehf, Arkis ehf, VA Arkitektar, Arkitektur.is  og Arkitema K/S. Frestur til að skila tillögum er til 10. júní n.k. Gert er ráð fyrir að byggingu verði lokið um mitt ár 2011. Fram kom hjá SJG það sjónarmið að eðlilegt væri að nefndin ætti fulltrúa í dómnefnd um tillögurnar.
  6. Önnur mál.
    a.       Mótmæli við hávaða og mengun v/reksturs Skiltagerðar bræðrana Baldursson að Austurströnd 6.
    Ákveðið var að ÓM kynni sér málið og  vinni að lausn þessa.
    b.      Bílastæðamál við Suðurstrandarvöll
    ÓM kynnti erindi frá ÍTS. Aðalatriði bréfs eru annars vegar trjágróður. Þeim lið var vísað til hönnuða Valhúsalóðar og lýsti nefndin sig hlynnta því að gróðrinum verði haldið enda til mikillar prýði. Hins vegar eru bílastæðamál utan lóðar. ÓM og ÓE falið að svara erindinu. Nefndin hefur þegar gert ráðstafanir til verulegrar fjölgunar bílastæða við íþróttamannvirkin, þ.á m. um rúml. 100 á Hrólfsskálamel skv. skl. við ÍAV.  Einnig með þróun hugmynda um breytingar á bílastæðinu við Suðurströnd neðan sundlaugar og Félagsheimilis. Framkvæmdir eru háðar frekari ákvörðunum bæjaryfirvalda. 
    c.       ÓM lagði fram drög að leiðbeiningarblaði fyrir bíleigendur, sem hann hafði látið útbúa skv. ákvörðun nefndarinnar, þar sem vísað er á öll bílastæði sem í náinni framtíð verða  við íþróttamannvirkin, alls um 430. Er þessari aðgerð m.a. ætlað að forða því að bílum sé lagt á viðkvæmum grasflötum.og tjóni valdið á þeim.
    d.      Skerjabraut 1-3, byggingarleyfi/framlenging
    ÓE og ÓM er falið um að ráðgast við lögfræðing í skipulagsmálum  varðandi málið. Málið verður tekið fyrir síðar.
    e.       Lífríki Bakkatjarnar
    SB óskaði eftir skýrslu um málið. ÓM mun kynna á næsta fundi..

     Fundi slitið kl. 10:00.  Næsti fundur verður 19. maí nk.      

Ólafur Egilsson (sign), Þórður Ó. Búason (sign), Friðrik Friðriksson (sign), Stefán Bergmann (sign), Sigurður J. Grétarsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?