Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

27. fundur 04. september 2003

Mættir voru: Inga Hersteinsdóttir, Tómas M. Sigurðsson, Þórður Búason, Guðrún Helga Brynleifsdóttir og Stefán Bergmann.

Fundargerð ritaði: Einar Norðfjörð.

1. Staða í aðalskipulagsvinnu.

Á fundinn mættu fulltrúar Alta þau Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Hlín Sverrisdóttir og Samúel T. Pétursson.

Eftirfarandi atriði voru tekin fyrir:

a) Fulltrúar Alta lögðu fram og fóru yfir minnisblað þar sem m.a. er gerð grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á forsenduskýrslunni sem lögð var fram á fundi nefndarinnar þ. 9. júlí s.l.

Ennfremur var rætt um verklag við meðferð á athugasemdum og ábendingum sem eiga eftir að berast varðandi forsenduskýrsluna.

b) Fulltrúar Alta lögðu fram og fóru yfir minnisblað varðandi upphaf vinnu við 3.áfanga aðalskipulagsins og tengingu við deiliskipulag Hrólfsskálamels.

Einkum var rætt um leiðarljós og markmið aðalskipulagsins.

Ennfremur var rætt um drög að verkáætlun fyrir 3. áfanga.

c) Fulltrúar Alta lögðu fram yfirlit yfir vinnu sína við aðalskipulagið í júní, júlí og ágúst.

Fram kom að unnir hafa verið fleiri tímar við 2. áfanga en áætlun gerði ráð fyrir.

Farið var fram á við Alta að allt verði gert til að halda upphaflegri áætlun hvað varðar tímafjölda.

Véku fulltrúar Alta síðan af fundi.

 

2. Lindarbraut – endurnýjun.

Á fundinn mættu Haukur Kristjánsson, bæjartæknifræðingur. Ræddi hann einkum úrbætur sem varða dælustöð fráveitu við syðri enda Lindarbrautar svo og nauðsyn þess að koma upp fullkomnu fjargæslukerfi á báðar dælustöðvarnar við Lindarbraut.

Áætlaður kostnaður þessara framkvæmda er kr.3,8 miljónir.

Ennfremur gerði bæjartæknifræðingur grein fyrir valkostum varðandi endurnýjun og úrbætur á fráveitulögnum Lindarbrautar og lagði fram skýrslu

 

 

sem Hilmar Sigurðsson, verkfræðingur hjá Hnit h/f hefur unnið. Vék Haukur síðan af fundi. Stefán Bergmann vék af fundi kl.09:15.

 

3. Umsókn frá Hjálpræðishernum um viðbyggingu og gluggaskipti að Skólabraut 10, samkvæmt uppdráttum Þorsteins Friðþjófssonar, byggingar-tæknifræðings.

Samþykkt var að senda málið í grenndarkynningu.

 

4. Tekin fyrir kæra frá Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála varðandi færslu runna af lóð Melabrautar 31.

Samþykkt var að óska eftir viðhorfi bæjarlögmanns til kærunnar.

 

5. Önnur mál.

1. Lagt var fram bréf dagsett 1. september 2003 frá Helgu Hrönn Þórhallsdóttur og Stefáni Bergmann, Hamarsgötu 2, varðandi Melshúsa-bryggju.

2. Lagt var fram bréf dagsett 5. september 2003 frá Ingunni Benediktsdóttur og Högna Óskarssyni, Sæbraut 1, varðandi Melshúsabryggju.

Fundi slitið kl.09:50. Einar Norðfjörð.

Inga Hersteinsdóttir (sign) Þórður Búason (sign)

Tómas M. Sigurðsson (sign) Guðrún Helga Brynleifsdóttir (sign)

Stefán Bergmann (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?