Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

30. mars 2010
143. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar þriðjudaginn 30. mars 2010 að Austurströnd 2. 

Mættir: Ólafur Egilsson formaður, Þórður Ó. Búason, Stefán Bergmann, Friðrik Friðriksson; einnig Stefán E. Stefánsson bæjarverkfræðingur og Örn Þór Halldórsson ráðgjafi tækni- og umhverfissviðs. Erna Gísladóttir var fjarverandi.

Fundargerð ritaði Baldur Gunnlaugsson.

Fundur settur af formanni kl. 8:15.  

Þetta gerðist:

  1. Skipulagsmál:
    a.    Deiliskipulag Lambastaðahverfis. Tekin afstaða til nokkurra lykilatriða í athugasemdum. Stýrihópi falið að ljúka við svör í samræmi við það. Samþykkt með fyrirvara um að ekki komi fram athugasemdir af hálfu nefndarmanna við textana.                      
    Stefán Bergmann minnir á bókun sína og afstöðu til nýbygginga við ströndina sem fram kom á 135. fundi skipulags- og mannvirkjanefndar við afgreiðslu deiliskipulagstillögunnar til bæjarstjórnar 2009. 
    Stefán Bergmann lét bóka eftirfarandi: Undirritaður getur ekki vegna búsetu tekið þátt í afgreiðslu svara við athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi Lambastaðahverfis er varða fjörur vestast á skipulagssvæðinu.   

    b.    Deiliskipulag Bakkahverfis. Nokkur lykilatriði rædd. Stýrihópi falið að ljúka við svör.        
  2. Byggingamál:
    Hitaveita. Umsókn um leyfi til endurnýjunar hitaveituskúrs við Bygggarða. Samþykkt til grenndarkynningar.
  3. Önnur mál.
    Deiliskipulag Vestursvæða. Lagður fram leiðréttur skipulagsuppdráttur með breytingu gerðri 16. mars 2010 þar sem lagfærð er villa á landnotkunarkorti: Grænn þekjulitur hverfisverndar hefur verið settur undir skilgreint safnasvæði, í samræmi við skýringarlykil á sama korti, gildandi skipulagsskilmála og deiliskipulagsuppdrátt sama svæðis.

Fundi slitið kl. 09.55

Ólafur Egilsson (sign.), Þórður Ó. Búason (sign.), Stefán Bergmann (sign.), Friðrik Friðriksson (sign.).

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?