Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

14. maí 2010

145. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar föstudaginn 14. maí 2010 kl. 8:00  að Austurströnd 1.

Fundur settur kl. 8:05

Mætt: Ólafur Egilsson formaður, Erna Gísladóttir, Stefán Bergmann . Starfandi skipulagsstjóri Stefán Eiríkur Stefánsson bæjarverkfræðingur og Örn Þór Halldórsson sátu fundinn í forföllum Ólafs Melsteð. Þórður Ó. Búason og Friðrik Friðriksson tilkynntu forföll.

Ragnhildur Ingólfsdóttir stýrihópsfulltrúi og Valdís Bjarnadóttir skipulagsráðgjafi kynntu deiliskipulag Bakkahverfis (liður 1. a) og sú síðarnefnda einnig tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturhverfis (liður 1. b). Guðmundur Kristjánsson kynnti hugmyndir að sjóvarnargarði (liður 2. b).

Fundargerð ritaði Stefán Eiríkur Stefánsson.

Þetta gerðist:

  1. Skipulagsmál:
    a. Deiliskipulag Bakkahverfis. Farið yfir drög að svörum og breytingar á uppdráttum. Tæknisviði og skipulagsráðgjafa í samráði við Skipulagsstofnun falið að undirbúa grenndarkynningar ef /þar sem nauðsynlegt þykir.
    b. Vallarbraut 24 – breyting á deiliskipulagi. Samþykkt til grenndarkynningar. Bætt verði inn á uppdrátt viðeigandi kafla úr aðalskipulagi.
  2. Byggingamál:
    a. Tjarnarmýri 2 – Umsókn um byggingu íbúðarhúss á tveimur hæðum skv. uppdráttum ES- teiknistofunnar, dagsettum 16.03. 2010. Ein athugasemd barst við grenndarkynningu og var afgreitt svar við henni. Heimild veitt til útgáfu byggingarleyfis.
    b. Nesvegur 107 – Kynntar tillögur um breytingar á sjóvarnargarði, annars vegar frá Siglingastofnun og hins vegar frá hönnuði lóðareiganda. Tæknisviði falið að vinna að frekari útfærslu í samráði við hlutaðeigandi aðila og hraða afgreiðslu málsins. Miðað er við að grjót geymt í bráðabirgðaeyju verði notað til að endurgera varnargarð.
    c. Lindarbraut 2a – Endurnýjun á byggingarleyfi. Samþykkt til grenndarkynningar.
    d. Bygggarðar hitaveita -- Endurgerð skúrs fyrir dælur og stýringar.- Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu. Samþykkt.
  3. Umferðarmál:
    Lagt fram minnisblað um fyrirsjáanlega aukningu umferðar um Hringbraut og grannsvæði vegna m.a. áformaðrar stækkunar Landsspítala. Nefndin áréttar mikilvægi þess fyrir íbúa Seltjarnarness að samgöngur haldist greiðar um helstu samgönguæðar og fyrirhyggja sé sýnd varðandi samgöngubætur.
  4. Önnur mál:
    a. Sjóvarnir v/Albertsbúð. Erindi frá Gróttunefnd Rótarýklúbbs Seltjarnarness. Tæknisviði falið að vinna á grundvelli deiliskipulags að útfærslu á stíg og sjóvörnum í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.
    b. Sefgarðar 3 – lokaúttekt – möguleg frestun á minniháttar atriðum. Greint var frá stöðu mála.
    c. Öryggismyndavélar við bæjarmörk. Málið kynnt.
    d. Bollagarðar 14 -- Mannvirki á lóðarmörkum. Málið kynnt og skýrt frá aðgerðum vegna athugasemda.
    e. Valhúsaskóli -- Lagfæring á salernum. Tillaga samþykkt.
    f. Skolpdælustöð við Steinavör – Ósk íbúa lögð fram. Tæknisviði falið að vinna að úrbótum eftir föngum þ.á m. skoða heppilegustu staðsetningu og draga úr búnaði ofanjarðar í samræmi við frágang dælubrunna annars staðar.
    g. Heilsugæsla – Húsnúmer. Tæknisviði falið að undirbúa samræmda tillögu að númerum húsa við Suðurströnd.


Fundi slitið kl. 12:40.

Fundi slitið kl. 12:40.

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?