Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

21. júní 2011

 

159. fundur Skipulags- og mannvirkjanefndar, þriðjudaginn 21.6. 2011 kl. 16.15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Boðaðir: Bjarni Torfi Álfþórsson, Þórður Búason, Anna Margrét Hauksdóttir, Hannes Runar Richardsson, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

 

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari: Örn Þór Halldórsson – Skipulags- og byggingafulltrúi

Dagskrá:

 

Byggingamál

 

  1. Skólabraut 2 – nýir kvistir (2011050015). Umsókn Önnu Sigríðar Arnardóttur um leyfi til þess að reisa nýja kvisti á austur- og norðurhlið þaks, skv. uppdráttum Einrúm arkitekta dags. 2.3.2011, br. 9.6.2011.
    Frestað- Nefndin leggur sig ekki á móti stækkun hússins, en gerir athugasemdir við útfærslu kvistsins. Einnig er óskað eftir götumynd.
  2. Sæbraut 4 – stækkun á kvisti (2011050019). Niðurstaða grenndarkynningar. Umsókn Arnbjörns Ólafssonar um leyfi til stækkunar á kvisti skv. uppdráttum Verkís dags. 5.3.2011. Fyrir liggur samþykki nágranna.
    Samþykkt
  3. Melabraut 40 – endurnýjun byggingarleyfis (2011050018).  Niðurstaða grenndarkynningar. Umsókn Ásbjarnar Jónssonar um endurnýjun byggingarleyfis vegna stækkunar svala, skv. uppdráttum Plúsarkitekta
    Samþykkt
  4. Hofgarðar 18 – garðhýsi (2011050054). Umsókn Guðjóns Vilbergssonar umleyfi til þess að reisa 9m2 jarðfast smáhýsi skv. uppdráttum ASK artkitekta dags. 23.5.2011.
    Samþykkt að vísa í grenndarkynningu
  5. Lindarbraut 2a – endurnýjun byggingaleyfis (2010040028) Umsókn Guðmundar Hafsteinssonar um breytingar á áðurútgefnu byggingarleyfi, og að leyft verði að reisa grindverk á lóðamörkum skv. uppdráttum ASK arkitekta, dags. 4.10.2007, breytt 25.5.2011. Um er að ræða 2 tillögur: A með gleri í efri hluta og B sem er án glers í efri hluta grindverks.
    Samþykkt að vísa tillögu A í grenndarkynningu að lagfærðum uppdráttum þar sem gler síkkar m.v. núverandi tillögu.
  6. Ráðagerði – setlaug. (2011060010). Umsókn Jónínu Ragnarsdóttur um leyfi til staðsetningar setlaugar á lóðinni, skv. uppdrætti Áslaugar Katrínar Aðalsteinsdóttur, landslangsarkitekts FÍLA, dags. 1. 11.2010. Hjálagt er bréf lóðarhafa dags. 5.6.2011.
    Frestað – Skipulagsstjóra falið að afla frekari gagna og skoða upphaflega skilmála. Óskað er eftir nákvæmari gögnum. Stöðvun framkvæmda gildir áfram.
  7. Sólbraut 10 – breytingar inni. (2011060018). Umsókn Sighvats Bjarnasonar og Ragnhildar Gottskálksdóttur um leyfi til breytinga innanhúss, skv. uppdráttum Helga Hafliðasonar arkitekts faí, dags. 6.6.2011.
    Frestað. Óskað er eftir endurnýjaðri umsókn þar sem áðurgerðar breytingar eru nefndar. Samþykki nágranna þarf vegna grindverks á lóðamörkum.
  8. Melabraut 11 – sólskáli. (2011060017). Umsókn Ránar Sævarsdóttur um leyfi til stækkunar jarðhæðar með 9 m2 viðbyggingu úr gleri, skv. uppdráttum Jóns Guðmundssonar arkitekts, dags. 2.6.2011.
    Synjað. Ekki í samræmi við deiliskipulag Bakkahverfis
  9. Unnarbraut 9 – viðbygging. (20110300559). Umsókn Guðmundar Kristjánssonar um leyfi til þess að reisa 31,2 m2 viðbyggingu skv. uppdráttum Úti & inni arkitekta, dags. 17.5.2011.
    Frestað-beðið gildistöku breytinga á deiliskiskipulagi.
  10. Melabraut 27 (2011060023). Umsókn Magnúsar Kristinssonar f.h. Lautasmára ehf um byggingarleyfi, skv. uppdráttum Kjartans Sigurðssonar, byggingarfræðings dags. 20.6.2011.
    Samþykkt með þeim skilyrðum að bílastæði innan lóðar verði 8.
  11. Skólabraut 10 – reyndarteikningar (2011050038). Umsókn Hjálpræðishersins á Íslandi um áðurgerðar breytingar skv. uppdráttum Hjörleifs Stefánssonar, dags. apríl 2011.
    Frestað. Vísað til afgreiðslu skipulagsstjóra.

    Skipulagsmál
  12. Deiliskipulag fyrir Lambastaðahverfi – önnur auglýsing. (2011020029) Svör við athugasemdum hagsmunaaðila ásamt tillögum að breytingum á deiliskipulagstillögu m.t.t til innsendra athugasemda þar sem við á.
    Samþykkt. - Nefndin telur breytingar ekki vera þess eðlis að auglýsa þurfi deiliskipulagstillögu á ný.  (Ragnhildur Ingólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið).

    Önnur mál
  13. Fyrirspurn Stefáns Bergmanns, um hvort fjármagn sé áætlað til gerð nýs deiliskipulags á þessu ári - (2011060037)
    Áætlaðar eru kr. 5.000.000 ,- í deiliskipulagsvinnu á þessu ári.
  14. Fyrirspurn Stefáns Bergmanns, um hvort efnisleg atriði erindis stjórnar Lækningaminjasafns um lóðamörk við nágranna verði kynnt nefndinni. (2011060038).
    Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins.
  15. Lindarbraut 13 – umsókn um rekstrarleyfi (2011050004) Umsókn Guðveigu Nönnu Guðjónssdóttur um leyfi til reksturs gististaðar í fl. II (íbúðir).
    Ekki eru gerðar athugasemdir.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:00

 

Bjarni Torfi Álfþórsson, (sign)

Þórður Búason, (sign)

Anna Margrét Hauksdóttir,  (sign)

Hannes Runar Richardsson , (sign)

Ragnhildur Ingólfsdóttir, (sign)

Stefán Bergmann (sign)

 

 

 

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?