Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

01. júlí 2014

10. fundur Skipulags- og umferðarnefndar, þriðjudaginn 1. júlí, 2014, kl. 8:00 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mættir: Nefnd: Bjarni Torfi Álfþórsson formaður, Anna Margrét Hauksdóttir nú kjörin varaformaður, Ásgeir Guðmundur Bjarnason, Stefán Bergmann , Ragnhildur Ingólfsdóttir.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs: Steinn Arnar Kjartansson.

Gísli Hermannsson, umhverfissviðsstjóri mætti ekki,

Þórður Ólafur Búason,skipulags- og byggingafulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson

Fundarritari: Þórður Ólafur Búason

 

Umferðamál

  1. Mál.nr. 2014050027
    Heiti máls: Almenningssamgöngustefna Reykjavíkur
    Málsaðili: Reykjavíkurborg
    Lýsing:  Bréf til Seltjarnarnesbæjar frá Reykjavíkurborg. Óskað eftir umsögn um viðfangsefnið Almenningssamgöngustefna Reykjavíkur
    Afgreiðsla: Kynnt.
  2. Mál.nr. 2014050006
    Heiti máls: Sefgarðar, Safnatröð og Norðurströnd. Hindranir og hraðakstur
    Málsaðili:  Sigurveig Alexandersdóttir og fleiri
    Lýsing:  Ósk um aðgerðir til að draga úr umferðahraða um Sefgarðar, Safnatröð og Norðurströnd.
    Afgreiðsla: Vísað til sviðsstjóra umhverfissviðs.
  3. Mál.nr. 2009050021
    Heiti máls: Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarness
    Lýsing:  Umferðaröryggisáætlun Seltjarnarness. Kynningar fundur var 21. maí, 2014. Formaður yfirfer efnisatriði.
    Afgreiðsla:  Kynnt.

    Skipulagsmál
  4. Mál.nr. 2014060035
    Heiti máls: Aðalskipulag Seltjarnarness endurskoðun.
    Lýsing:  Samþykkt  bæjarstjórnar um endurskoðun aðalskipulags á 795. fundi bæjarstjórnar hinn 18. júní 2014. Skipulagshönnuður gerir grein fyrir verkefni  
    Afgreiðsla:  Fulltrúar Alta kynntu drög að verkefnislýsingu.
  5. Mál.nr. 2013060013
    Heiti máls: Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis 2015-2040
    Lýsing:  Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðis 2015-2040, staða máls eftir umfjöllun svæðisskipulagsnefnd SSH 26. maí. Skýrsla formanns.
    Afgreiðsla:  Kynnt.

    Afgreiðslur skipulagsfulltrúa 11.6.2014

    2014040008 Bakkarhverfi deiliskipulagsbreyting, ákvörðun og útsending gagna um grenndarkynningu sbr. samþ. Skipulags og umferðarnefndar á 9. fundi hinn 6. maí 2014.

    Byggingamál.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 25.6.2014
    2010100004 Hrólfsskálamelur 10-18, samþykkt breytinga frá samþ. 2012 og 2013.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 23.6.2014
    2014060032 Sæbraut 1, samþykkt á ný áform um útlitsbreytingar, áður samþ..2007.

    Sam
    þykktir byggingarfulltrúa 11.6.2014
    2011050044 Ráðagerði, aflétt stöðvun framkvæmda á lóð frá maí 2011.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 30.5.2014
    2014050023 Skólabraut 3-5, samþykkt áform u/svalalokun fastnr 2067690 íb 01 0313.
    2014050018 Suðurströnd 12, samþykkt áður gerð svalalokun, breyting og brunavarnir.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 15.5.2014
    2014030027 Grænamýri 26-28 Samþykkt áform um svalalokun á 1. og 2. hæð.

    Samþykktir byggingarfulltrúa 21.2.2014
    2014010052 Selbraut 20-30, endurnýjuð samþykkt frá 2005, sólstofa á 2. hæð nr. 28.

    Önnur mál
  6. Mál.nr.  2014040009
    Heiti máls: Suðurströnd 10 ósk um framlengingu lóðaleigusamnings
    Lýsing:  Suðurströnd 10 bréf lóðarhafa um framlengingu lóðasamnings sem Fjárhags- og launanefnd vísaði til Skipulag- og umferðarnefndar á fundi sínum 21. maí, 2014.
    Málsaðili: Eignarhaldsfélagið Ingólfstorg ehf
    Afgreiðsla:  Lagt fram bréf Eignarhaldsfélagsins Ingólfstorgs ehf., dags. 31. mars 2014, þar sem óskað er eftir framlengingu lóðarleigusamnings um 50 fm. lóð við íþróttamiðstöð sveitarfélagsins. Leigusamningur um lóðina er gerður 22. september árið 1999 til 15. ára frá 1. október s.á. Samkvæmt samningnum getur sveitarfélagið krafist þess að söluskáli á lóðinni víki án bóta eftir þann tíma. Samningurinn rennur út 1. október nk.
    Sveitarfélagið hyggst breyta gildandi deiliskipulagi á svæðinu þar sem umrædd lóð er. Seltjarnarnesbær er því ekki tilbúinn til að endurnýja umræddan lóðarleigusamning. Óski lóðarhafi þess er sveitarfélagið tilbúið til að framlengja umræddan samning um eitt ár í senn enda verði umræddur söluturn fjarlægður af eiganda að þeim tíma loknum. Óski eigandi eftir slíkri framlengingu skal skrifleg beiðni þar um berast sveitarfélaginu ekki seinna en 1. ágúst nk. Berist ekki slík beiðni fyrir þann tíma verður litið svo á að lóðarhafi óski ekki eftir tímabundinni framlengingu. Skal umræddur söluturn ásamt tilheyrandi mannvirkjum þá fjarlægður ekki seinna en 1. október n.k.

 

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:23

 

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Ásgeir Guðmundur Bjarnason sign, Stefán Bergmann sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Steinn Arnar Kjartansson sign,

Þórður Ólafur Búason


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?