Fara í efni

Skipulags- og umferðarnefnd

21. október 2014

13. fundur Skipulags- og umferðanefndar, þriðjudaginn 21. október, 2014, kl. 16:15 að Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.

Mætt: Bjarni Torfi Álfþórsson, Anna Margrét Hauksdóttir, Ásgeir Guðmundur Bjarnason boðaði forföll, Axel Þórir Friðriksson , Ragnhildur Ingólfsdóttir, Stefán Bergmann.

Áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs: Kristján Hilmir Baldursson boðaði forföll, Gísli Hermannsson, umhverfissviðsstjóri, Þórður Ólafur Búason,skipulags- og byggingafulltrúi

Fundarstjóri: Bjarni Torfi Álfþórsson, fundarritari: Þórður Ólafur Búason

Skipulagsmál

 

  1. Mál.nr. 2013050030
    Heiti máls: Deiliskipulag Kolbeinsstaðamýri.
    Lýsing:  Deiliskipulagstillaga, breytingar eftir kynningu,10 athugasemdir bárust og umsögn lögmanns um drög að svörum og viðbrögum, smávægilegum breytingum lögð fram, Páll Gunnlaugsson ASK .
    Afgreiðsla:  Svör við athugasemdum samþykkt og deiliskipulagstillögu vísað til bæjarstjórnar til ákvörðunar um að óska umsagnar Skipulagsstofnunar samkvæmt 42. gr.laga nr. 123/2010.

    Stefán Bergmann lagði fram eftir farandi bókun:
    Undirritaður telur margt vel afgreitt í fyrirliggjandi tillögu að svörum, en telur svar við ábendingu Sigurþóru Bergsdóttur óeðlilega þar sem ljóst er að skipulagsnefnd ræddi ekki lóðirnar við Eiðismýri og Suðurmýri  á þeim  forsendum gildandi aðalskipulags sem vísað er til í erindinu né rök fyrir  að halda opnum í deiliskipulagi möguleika á byggingu tveggja húsa  á þessum lóðum í stað fjögurra parhúsa.

    Bjarni Torfi Álfþórsson lagði fram eftir farndi bókun:
    Við vinnu deiliskipulagsins hafa ýmsir kostir á uppbyggingu á lóðum Stóra- og Litla-Áss verið skoðaðir auk þess sem ýmsar tillögur hafa borist bæjaryfirvöldum. Á fundi Skipulags- og umferðanefndar þann 4. desember 2013 mætti skipulagshönnuður og kynnti þau álitamál sem uppi voru í hverfinu. Nefndin studdi einróma tillögur hans um útfærslu á þessum byggingareit, þ.e. að með tilliti til grenndar-sjónarmiða og byggðamynsturs væri rétt að leggja til byggingu parhúsa í anda nálægðra húsa.
  1. Mál.nr. 2013100050
    Heiti máls: Deiliskipulag Strandir
    Lýsing:  Deiliskipulagstillaga til kynningar lögð fram, Páll Gunnlaugsson ASK.
    Afgreiðsla:  Skipulagshönnuður kynnti tillögu og var honum falið að lagfæra tillögu í samræmi við umræður á fundinum.
  1. Mál.nr. 2013120072
    Heiti máls: Deiliskipulag Melshúsatún, Hrólfsskálavör og Steinavör.
    Lýsing: Deiliskipulagstillaga til kynningar lögð fram, Helga Bragadóttir og Helgi Thóroddsen frá Kanon
    Afgreiðsla: Skipulagshönnuðir kynntu tillögu og var þeim falið að lagfæra skipulags-tillögu í samræmi við umræður á fundinum. Tillagan verði kynnt á næsta fundi nefndarinnar 18. nóvember, 2014.
    Ragnhildur Ingólfsdóttir lagði fram eftir farandi bókun:

    Fulltrúi Neslista leggur til að hugmyndir um breytingar á Nesvegi sem sýndar hafa verið í einstaka deiliskipulagstillögum sem liggja að Nesvegi verði skoðaðar heildstætt.
  1. Mál.nr. 2013060023
    Heiti máls: Deiliskipulag Bollagarðar/Hofgarðar.
    Lýsing: Tillaga að skipulagshönnuðar lögð fram að lokinni vinnslu eftir samráð með Skipulags- og umferðarnefnd um álitamál á fundi 28. janúar 2014, Soffía Valtýsdóttir frá Batteríinu .
    Afgreiðsla: Skipulagshönnuður kynnti tillögu og er honum falið að lagfæra í samræmi við umræður á fundinum.Tillögu þannig lagfærðri vísað til bæjarstjórnar til ákvörðunar um auglýsingu kynningar samkvæmt 41. gr laga nr 123/2010.
  1. Mál.nr. 2014070027
    Heiti máls: Austurhöfn deiliskipulag
    Lýsing: Skipulags fulltrúi lýsir stöðu máls eftir kæru Seltjarnarnesbæjar. Úrskurðanefnd (ÚUA) skoðar stöðu máls eftir ábendingu um að hönnunaráætlun gatna samkvæmt kærðu deiliskipulagi muni hafa verið send Vegagerð til umsagnar.

Umferðamál

  1. Mál.nr. 2014100051
    Heiti máls: Nesbali syðri hraðahindrun.
    Lýsing: Lög fram skýrsla umferðarsérfræðings hjá VSÓ, minnisblað dags.13.10.2014 .
    Afgreiðsla: Samþykkt að flytja hraðahindrun í samræmi við tillögu 4 í skýrslunni.

Fundargerð lesin og samþykkt. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19:40

Bjarni Torfi Álfþórsson sign, Anna Margrét Hauksdóttir sign, Axel Þórir Friðriksson sign, Ragnhildur Ingólfsdóttir sign, Stefán Bergmann sign, Gísli Hermannsson sign, Þórður Ólafur Búason sign

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?